Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 44
5. niynd. Berggangurinn. Fundarstaður afsteypanna er í klettinum efst til vinstri á
myndinni. - The dyke and the „ tree cast-lava “ (upper left corner). Ljósm./Photo: Magnús
A . Sigurgeirsson.
1936, Moore 1962). Trjábolaföreru algeng í
tertíerum hraunlögum á Hawaiieyjum og
hefur verið lýst þaðan (Walker 1995).
Rannsóknir Walkers (1995) sýna að trjá-
bolaförin eru með ýmsum halla í hraun-
lögunum, allt frá láréttri stöðu í lóðrétta. í
bergstálum er mun fátíðara að finna lóðrétt
för en þau sem eru eilítið hallandi, eins og
gefur að skilja. Þegar hraunlag með opn-
um trjábolaförum á yfirborði hylst yngra
hrauni má búast við að trjábolaafsteypur
myndist þegar förin fyllast af bergbráð. A
þennan hátt hefur myndun trjábolaafsteypa
verið skýrð (Hyde 1951, Finch 1931,
Bartrum 1925, Kreji-Graf 1936, Walcott
1900). Þó að þessi skýring eigi eflaust við í
einhverjum tilvikum er ljóst að hún dugir
skammt til að skýra myndun afsteypa sem
finnast í neðri hluta þykks hraunlags og
eru greinilega ekki tengdar yfirborði
hraunsins, eins og raunin er í Skriðna-
fellsnúpi. Þar þarf annarra skýringa við.
Sérstaka athygli vekur, þegar trjábola-
menjarnar í Skriðnafellsnúpi eru skoðað-
ar, að afsteypurnar eru allar innan 15 m frá
bergganginum en trjábolaförin hins vegar
öll tjær. Afsteypurnar sem næstar eru
ganginum stefna í flestum tilvikum hornrétt
á hann, eða því sem næst. Eftir að ein þeirra
hafði verið grafin fram kom í ljós að hún
tengist honum beint (7. mynd). Telja verður
líklegt að sama eigi við um hinar
afsteypurnar, a.m.k. þær sem næstar eru
ganginum.
Þunnsneiðar voru skoðaðar úr hrauninu,
ganginum og einni afsteypunni, þ.e. þeirri
sem tekin var niður að hluta (6. mynd).
Kom þá í Ijós að bæði gangurinn og
afsteypan innihalda töluvert magn smárra
díla af plagíóklas og ágíti, ásamt stöku
ólivíndílum. I hrauninu eru hins vegar
mun stærri plagíóklasdílar auk ágítdíla, en
engir ólivíndílar. Efnagreiningar á þessum
sömu myndunum (sjá I. töflu og 8. mynd)
leiða í ljós að berggangurinn og afsteypan
hafa mjög líka efnasamsetningu. Hraunið
er hins vegar með nokkuð aðra samsetn-
ingu, sérstaklega hvað varðar styrk MgO
og TiO,. Benda þessar athuganir til að
gangurinn og afsteypan séu mynduð af
38