Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 62
3. mynd. Horft í norðvestur yfir Flóðið til syðri hluta Vatnsdalshóla. - Southern part of
Vatnsdalshólar. Ljósm./photo: Agúst Guðmundsson.
af mörgum vatnsfarvegum. Allt um kring
standa strókmyndaðir hólar sem minnka út
til jaðranna. Jaðarhólarnir líkjast um
margt dauðíslandslagi af þeirri gerð er
myndast getur framan við hopandi jökul-
sporða þar sem jökull rýrnar undan
urðarþekju (Sudgen og John 1976).
Snemma í ágúst 1996 átti ég leið um
Norðurland og stoppaði um stund í
Vatnsdalshólum. Fór ég víða um miðbik
hólanna, vestan við veginn sem liggur inn
í Vatnsdalinn, og var aðallega að kanna
samsetningu bergmola í hólunum. Eg hélt
mig nálægt gamla þjóðveginum frá Vatns-
dalshólum að Hólakoti og fór síðan stóran
sveig til norðurs og austurs. Sunnan við
gamla veginn vestan Vatnsdalshólabæjar
fléttast saman líparítbreyskja og basískt
berg úr mjög ummynduðum hraunlögum. I
basísku hraunlögunum mátti sumstaðar sjá
lárétta lagskiptingu er benti til þess að
bergið hefði ekki flust til. Líparítið er þar
aftur á móti svo óreglulegt og tætingslegt
að ekkert varð ráðið um uppruna þess.
Suður frá gamla veginum er í fyrstu um 200 m
breitt belti þar sem líparítbreyskja er
áberandi, en sunnar verður sífellt meira af
basískum bergbrotum. I melum sunnan
Vatnsdalshóla, nærri Miðhúsum og
Breiðabólsstað, ber nokkuð á líparítdreif í
jökulruðningi og tæplega 2 km vestan við
bæinn á Hnjúki er holt eða lágur ás úr
eintómu frostveðruðu líparíti. Þar er
komið um 3 km suður fyrir hina eiginlegu
Vatnsdalshóla. Tvær aðrar litlar líparít-
skellur finnast á ásunum sunnan hólanna.
Á 1-2 km belti sunnan Vatnsdalshóla sér
lítið sem ekkert í berggrunn þar sem
ræktuð hafa verið víðáttumikil tún. Loks
má geta þess að líparítskella gægist fram
úr urðarkápu Vatnsdalsfjalls, liðlega 50 m
y.s. í gili ofan við bæinn Hjallaland.
Lengst dvaldist mér í efnismestu hóla-
þyrpingunni vestan og norðvestan við
bæinn í Vatnsdalshólum. Þóttu mér svo
sterkar líkur á að sumt af berginu væri í
óhreyfðum berggrunni að ég fór viku síðar
með segulmæli um hluta svæðisins og
segulmældi bæði líparít og bergganga þar
sem ég taldi mestar líkur á að um óraskað
56