Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 65

Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 65
6. mynd. Loftmynd af Vatnsdalshólum með Flóðið og Hnausatjörn til vinstri. Miðbik hólanna hægra megin við miðja mynd er þykk „kaka’ sem virðist vera úrföstum bergás sem er sundurgrafmn af vatni. Á myndinni eru áberandi vatnsfarvegir viða i norðvestanverðum hólunum. - Aerial photograph of Vatnsdalshólar. nokkrar skriður er féllu í fjöllum í Alaska við jarðskjálftann 27. mars 1964. Þær voru blanda af berghlaupum og miklum urðar- svuntum sem hlupu fram úr bröttum hlíðum og dreifðust í tiltölulega jafn- þykkum lögum yfir stór svæði. Til saman- burðar má nefna að í urðarbingjum í Langadalsfjöllum innan við Blönduós eru merki um að stórar aurskriður hafi runnið fram úr urðarbingjunum í fjallahlíðum. Slíkar aurskriður eru enn algengar í Vatnsdal og hafa valdið miklum mann- skaða á liðnum öldunt. Meðan jökul- sporður var í dalnum hefði hann getað þakist allþykku aurflóðaseti úr Vatnsdals- fjalli. Þegar ísinn síðan bráðnar bætist þetta efni ofan á jökulruðninginn sem jökullinn hefur rótað upp í nágrenni hólanna þar sem nú er Flóðið. Flóðið er grunnt vatn að baki Vatnsdalshóla og er það hér talið myndað í setfylltri dæld eftir hopandi skriðjökul, en ekki stíflað uppi af berghlaupi eða bergskriðu eins og segir í jarðfræði Þorleifs Einarssonar (Saga lands og bergs, bls. 176 og 187). Loks má geta þess að Sudgen og John (1976, bls. 254- 257) lýsa hólóttum og óreglulegum jökul- urðuin sem hafa áþekkt útlit og Vatnsdals- hólar og vitna til slíkra urða í Norður- Skandinavíu. Um tímasetningu á myndun Vatnsdals- hóla má hafa ýmsar tilgátur. Jakob Líndal 59

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.