Náttúrufræðingurinn - 1997, Side 70
„Fáeinir fiskar" er heiti á síðasta
kaflanum. Þar fjallar Jörundur ítarlega um
10 fisktegundir. Fimm þeirra eru mikil-
vægar nytjategundir: þorskur, steinbítur,
gullkarfi, hrognkelsi og skarkoli (nefndur
„rauðspretta" í bókinni). Oþarfa hógværð
er því að tala um það í formála að ekki sé
fjallað um fiska „sem færa þjóðarbúinu
gífurleg verðmæti". í bókinni eru myndir
af tveimur fiskum, ufsa og litla karfa, sem
ekki er fjallað um í texta. Ufsi er sennilega
sá fiskur sem mest er af í þarabeltinu og
litli karfi er einnig mjög algengur á því
dýpi sem hægt er að skoða með köfun.
Hefði e.t.v. verið við hæfi að gera þeim
betri skil.
Nokkur ný íslensk nöfn á botndýrum eru
kynnt í bókinni. Þau eru mörg hver lýsandi
og tiltölulega þjál, eins og t.d. „þara-
kambur“ og „hlýrasuga“. Önnur eru löng,
margsamsett og óþjál t.d. „þyrnikórónu-
krossfiskur". Hér verður auðvitað tíminn
að leiða í ljós hvort og hver þessara nafna
festast í sessi.
Margar myndanna hans Pálma eru
gullfallegar. Mynd af bertálknanum
„fjórrending" ber af og sómir sér enda vel á
forsíðu bókarinnar. Nærmyndir af smá-
atriðum, sem fara venjulega framhjá fólki,
opna nýjan heim. Má þar t.d. nefna mynd
af sníkjudýrum á „trýni“ marhnútsins (bls
61) og mynd af litla kampalampa (bls. 62).
Gæði myndanna eru hins vegar æði mis-
jöfn; bæði er misjafnt hversu vel þær sýna
dýr sem þeim er ætlað að sýna og eins hve
skýrar þær eru. Stundum virðist litgrein-
ing eða prentun hafa mistekist. Verst þykir
mér að fjórðungur myndanna er í
frímerkjastærð. Þær njóta sín mjög illa og
á mörgum þeirra er ekki mögulegt að
greina myndefnið.
Allar myndirnar í bókinni eru teknar
neðansjávar. Að binda sig við slíkar
myndir hefur ákveðnar takmarkanir í för
með sér. Oft saknaði ég t.d. smásjármynda
þegar verið var að fjalla um smáar svif-
lífverur eða skýringarmynda þegar það átti
við. Einnig hefði mátt nota ljósmyndir sem
teknar eru á rannsóknastofu í landi, t.d. af
djúpsjávarlífverum, en stór hluti bókar-
innar fjallar um þær.
Undraveröld þeirra Jörundar og Pálma
höfðar vafalaust til þeirra sem unna sjón-
um og því fjölskrúðuga lífi sem í honum
býr. Umfjöllun bókarinnar um lífríki sjáv-
ar er ekki ítarleg en það er drepið á margt,
hún er skemmtilega skrifuð og full af
fróðleik.
Karl Gunnarsson
64