Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 8
3. mynd. Rjúpnatalningar á Kvískerjum 1963 til 1995, fjöldi karra í talningu. - Number of
territorial Rock Ptarmigan cocks recorded at Kvísker 1963 to 1995.
Merkingar
Fyrsta rjúpan á Kvískerjum var merkt
sumarið 1934 en flestar voru merktar þar á
7. og 9. áratugnum. Við árslok 1995 höfðu
alls verið merktar 916 rjúpur á Kví-
skerjum. Flestar voru ókyngreindir ungar
eða 753 (82%), ársgamlir eða eldri fuglar
voru 91 kvenfúgl (10%) og 64 karrar (7%)
og auk þess voru merktir 8 ókyngreindir
fúllvaxnir fúglar (1%).
Samtals hafði 51 fugl endurheimst
dauður í árslok 1995 eða 6% af merktum
fúglum. Slysfarir voru algengasta dánar-
orsökin (43%); oftast flugu fúglamir á
síma- eða raflínur eða girðingar (5. mynd).
Fimmtán fuglar fundust dauðir af
ókunnum orsökum (29%), sjö voru skotnir
(14%) og sex vom drepnir af rándýmm
(12%), þar af tveir af hundi (Canis
familiaris), tveir af fálka (Falco rusticolus),
einn af kjóa (Stercorarius parasiticus) og
einn af skúm (Catharacta skua). Það er
öruggt að endurheimturnar gefa bjagaða
mynd af því hvað verður rjúpum að
aldurtila. Ástæðan er sú að líkurnar á að
finna merki ráðast af því hvernig dauða
fuglsins ber að. Til dæmis má gera ráð fyrir
að nær öll merki finnist á rjúpum sem
veiðimenn handfjatla en við getum ekki
búist við að fínna nema lítinn hluta þeirra
merktu fúgla sem drepast við að fljúga á
línur og girðingar og líklega enn minna af
þeim sem vargar drepa og éta úti á
mörkinni.
Samtals hafa 53 merktar rjúpur náðst
lifandi og verið sleppt aftur (hér kallað
álestur); fimm af þessum fuglum hefúr
verið lesið á tvö ár og einn þrjú ár (samtals
60 álestrar). Allir þessir fúglar voru á
merkingastað.
Af 155 fuglum sem voru merktir sem
fúllorðnir (ársgamlir eða eldri) endur-
heimtust eða var lesið á 33 einstaklinga
(21%), en 69 (9%) af 753 fúglum sem
merktir voru sem ungar. Þessi munur á ald-
urshópunum er marktækur (kí-kvaðrat
=14,137, p«0,001) og ræðst væntanlega
af hærri dánartölu unga fyrsta árið. Flestar
endurheimtur ungfugla eru frá vori og
sumri ári eftir merkingu en aðeins örfáar
118