Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 71

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 71
URRIÐADANS Ástir og örlög stórurriðans í Þingvallavatni Össur Skarphéðinsson, 1996 Mál og Menning, Reykjavík. 296 s. Dr. Össur Skarphéðinsson, þingmaður og líffræðingur með meiru, hefur með bók sinni Urriðadans fest á blað merka heimildarsögu um urriðann sem áður ólst upp í Efra-Sogi og Þingvallavatni, cn er nú horfinn eftir tilkomu Steingrímsstöðvar árið 1959 þegar girt var fyrir útfallið og það þurrkað upp. Við stíflun Efra- Sogsins og dýpkun við útfallið var fótunum kippt undan viðkomu urriðastofnsins því þar voru hrygningarstöðvarnar við kjörinn straum og undirlag. Ólíkt bleikjunni þarf urriðinn rennandi vatn til að hrognin þroskist og því takmarkast tilvist tegundarinnar við vatnakerfi þar sem næg hreyfing vatns er. Fyrir virkjun var Efra-Sogið mesta tindá landsins og niður farveginn beljuðu 100 tonn af vatni á sekúndu að jafnaði. Það er þvi e.t.v. engin furða að þetta stórfljót hafi alið af sér ýmislegt stórt og mikið. Þar stendur „stórurriðinn" með höfuð og herðar upp úr, ekki aðeins í samanburði við aðra íslenska urriðastofna heldur einnig þegar litið er til Evrópu og víðar, eins og Össur rekur með ítarlegri heimildakönnun aftur í aldir. Fá vötn ef nokkurt geta státað af jafnmörgum og jafn- stórum urriðaboltum og veiddust í Þingvalla- vatni. En nú er hann sem sagt horfmn í kjölfar virkjunarinnar. Urriðadansi er skipt í 12 kafla og leitar Össur víða fanga og lætur sér fátt óviðkomandi þegar urriðinn er annars vegar. I bókinni er greint frá líffræði hans, erfðafræði, æxlun, útbreiðslu, veiðiaðferðum og veiðisögum, og koma þar margir við sögu, konur sem karlar, skáld, málarar, læknar og ráðherrar. Fjöldi gantalla ljósmynda prýðir bókina, þær elstu frá 1887, og lífgar það enn frckar upp á íjörlega sögu. Þá ræðir Össur ítarlega við Þingvallavatnsbændur scm búa að áratugalangri reynslu af urriða- veiðum og öðrum samskiptum við vatnið. Þegar gott minni elstu bænda þrýtur grípur Össur til aldagamalla skræðna. Eg hef það á tillinningunni að Össur hali nær tæmt allt það sem máli skiptir og tengist urriðanum í Þingvallavatni! Styrkur bókarinnar byggisl á yfirgripsmikilli skrásetningu og samantekt Össurar á urriðasögunum sem enn lifa meðal fárra kunnugra og leynast í fornum ritum. Lestur Urriðadansins líður að mestu vel áfram undir stíl Össurar, sem er ljóðrænn og skáldlcgur. Þetta fer ágætlega saman við hið sögulega meginefni bókarinnar. Þó verður að segjast að skáldagáfa Össurar bcr vistfræðina ofurliði á stöku stað og merkilegt nokk þá er það þar sem helst reynir á höfundinn sem líffræðing. í kaflanum „Lífshlaup í Þingvalla- vatni“ spáir Össur í stofnstærð urriðans og setur fram kenningar um afleiðingar virkjun- arinnar fyrir lífríki Þingvallavatns. í glímunni við stofnstærðarmatið styðst Össur m.a. við fræði sem „kenna að ránfiskur sé yfirleitt um það bil einn tíundi hluti bráðarinnar", en af þeim fræðurn hef ég aldrei heyrt fyrr. Liklega er hér ruglað saman þumalputtareglu orkuvist- fræðinnar um að nýtni milli fæðuþrepa sé gjaman 10-15% og er þá miðað við þyngdar- eða orkueiningar. Nýtni milli þrepa í vistkerfum er allt annað en stærð stofns. Á Af NÝ)UM bókum hinn bóginn kennir önnur orkuregla að lííþyngd stofns sé oft á bilinu 10-20% af fæðuþrepanýtninni. En Össur greinir ekki þarna á milli og fyrir vikið eru forsendur við útreikning á stofnstærð urriðans rangar. Auk hinnar undarlegu tíundar sem Össur beitir þá orkar mjög tvíniælis að ganga út frá svo einfoldum fæðutengslum að allur urriðastofn- inn, og eingöngu hann, hafi étið murtu og ekkert annað. Þetta er óraunsætt, einkum m.t.t. urriðaungviðis, og stangast á við tiltækar rannsóknaniðurstöður um fæðu urrriða. í annarri óhefðbundinni aðferð við stofnstærðar- mat gengur Össur út frá mcintum urriðaíjölda, 250.000 talsins, og meðalþyngd urriða, 1,9 kg, og fær út 47 tonn. Það er ekki einungis að útkoman sé röng úr margfeldinu (ætti að vera 470 tonn!) heldur cr mcðalþyngdin lygilega há og tilkoma urriðanna 250 þúsund hæpin. Fjöldann fær Össur með því að yftrfæra mjög grófa ágiskun um flöldahlutfallið 1:100 á milli sílableikju og hornsíla í Þingvallavatni yftr á urriða og murtu, en slærð bleikjustofnanna í Þingvallavatni hefur verið áætluð með mælingum. Það er ekki aðeins að fjöldahlutfallið sé mjög gróf ágiskun, og notkunin því vafasöm, heldur er einnig 181
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.