Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 78

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 78
4. mynd. Rauður hveraleir á Krísuvíkursvæði. Enginn hiti er í rauða leirnum. Fjær sér í ljósgráan leir. í honum er hiti og örlítið gufuútstreymi. Rauði liturinn stafar af steindinni hematíti, sem eroxíð afþrígildu járni (FejJ,). Talið er að hematít myndist aðallega við oxun á brennisteinskís. Brennisteinskísinn myndast í heitum leir við útfellingu næst gufuaugum. Þegar leirinn kólnar oxast brennisteinskísinn i hematít vegna efnahvarfa hans við súrefni sem uppleyst er í regnvatni. Mynd: Stefán Amórsson. Hið brennisteinssúra vatn leysir auðveld- lega upp frumsteindir bergsins og gler og skolar mörgum efnum burtu, t.d. natríum og kalíum, en önnur efni bindast í síð- steindum. Má þar sérstaklega nefha títan en einnig jám og ál. Auk þess bætist alltaf meira eða minna af brennisteini við hið veðraða berg. Þannig leiðir veðmn með brennisteinssúru vatni til mikilla breytinga bæði á efna- og steindasamsetningu bergsins. Guðmundur E. Sigvaldason (1959) rannsakaði ummyndun á súru bergi á Torfajökulssvæði og á basaltgangi norður af Hveragerði í næsta nágrenni við leirhveri. I báðum tilvikum breyttist bæði efna- og steinda- samsetning upprunabergsins því meira sem nær dró leir- hvemnum. Niðurstöðumar gáíú til kynna að skipta megi hinni súm yfirborðsveðrun i nokkur stig sem hvert um sig ein- kennist af ákveðnum steindum. Þegar hið brennisteinssúra vatn skolar burtu sífellt meiru af efnum brotna þær veðran- arsteindir niður sem fyrstar urðu til, svo sem leirsteindin smektít, en í staðinn koma nýjar steindir, t.d. kaólínít. Á síðasta veðrunarstigi saman- stendur leirinn af kaólíníti, ókristölluðum kísli, anatasi (títanoxíði) og breytilegu magni af brennisteini, brenni- steinskís og stundum gifsi. Vegna smæðar korna í hveraleir er hvorki gerlegt að greina margar steindanna í honum með berum augum né lúpu. Þó má oft sjá teningslaga og bronslita kristalla af brennisteinskís. Brennisteinninn er auð- þekktur á gula litnum, sömu- leiðis hematít (ferríoxíð) á dökkrauðum lit (5. mynd). Þá er gifs auð- greinanlegt. Það myndar stóra, hvítmatta kristalla sem mynda hrauka sem gjaman standa upp úr kulnuðum leir (6. mynd). 5. mynd. Ljós skella af hveraleir umhverfis lítið gufuauga í Neðri-Hveradal á Krísuvíkursvæði. Leirinn er að mestu úr kaólíníti. Við gufuaugað (hægra megin í skellunni) er leirinn gráleitur vegna örsmárra kristalla afbrennisteinskís. Við jaðra skellunnar er kaldur leirinn litaður afhematíti (sjá texta við 4. mynd). Mynd: Stefán Arnórsson. 188
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.