Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 94
mosaættina (Bryaceae) kom út 1995 en
tegundir hennar eru almennt taldar meðal
hinna erfiðustu í nafngreiningu. Samkvæmt
yfirliti um verkið sem birt er í þessu hefti
hefur nú verið fjallað um 29 ættir blaðmosa
(Musci) i þessu ritsafni og eru aðeins 12
blaðmosaættir eftir, auk lifurmosanna. Mér
telst svo til að þar með sé búið að rita um
ca. 320 tegundir af um 550 sem eiga að
hafa fundist hér á landi og er verkið þvi
meira en hálfnað. Af blaðmosum eru aðeins
eftir um 100 tegundir.
Uppsetning allra hefta mosaflórunnar er
mjög mikið samræmd. Lýst er mjög
nákvæmlega öllum flokkunarstigum, ætt-
bálkum, ættum, ættkvíslum og tegundum.
Greiningarlyklar eru fyrir öll flokkunar-
stigin. Hver tegundarlýsing tekur að jafnaði
heila síðu í ritinu og sést best af því hversu
ítarlegar þær eru. Þær eru allar frumsamdar
af höfundi, eftir eigin skoðun á íslenskum
eintökum. Ef höfundur hefur ekki fengið
eintak af viðkomandi tegund í hendur er
henni sleppt í þessu riti, enda þótt víst sé
talið að hún vaxi hérlendis. Verður það að
skoðast sem nokkur takmörkun á þessu
annars ágæta riti, en þar mun þó aðeins
vera um að ræða fáeina tugi tegunda. (Voru
um 40 árið 1980, skv. mosaskrá B. J.
1983.)
Teikningar af tegundinni og hinum
ýmsu smásæju einkennum hennar taka
sömuleiðis heila blaðsíðu. Þetta eru
mestmegnis strikteikningar, teiknaðar
fríhendis með túskpenna, og veit ég ekki til
að höfundur þeirra hafi notað neins konar
hjálpargögn við það, önnur en pennann,
enda hefur hann aldrei hrifíst mjög af
tækninni. Að jafnaði eru 10-20 smámyndir
af hverri tegund (stöku sinnum allt að 30).
Flestar mosategundir eru greindar eftir
lögun og frumugerð blaðanna og er þvi
lögð mikil áhersla á að teikningamar sýni
allan breytileika þeirra hvað þetta snertir,
svo og lögun gróhirslna (bauka) og
bauktanna, ef slík aldin koma fyrir hér.
Teikningarnar eru að mínu áliti mjög vel
gerðar og koma því vel til skila sem þeim er
ætlað að sýna. Þær eru allar í mælikvarða
sem sýndur er á hverri mynd.
Á milli er svo skotið inn útbreiðslu-
kortum fyrir hverja tegund þar sem þekkt
útbreiðsla er sýnd með punktum, skv.
ákveðnu reitakerfí (10 x 10 km), sem
Bergþór og Hörður Kristinsson mótuðu í
kringum 1970. Þegar skoðuð er útbreiðsla
algengustu tegundanna, svo sem gambur-
mosa (hraungambra), sést að ekki vantar
mikið á að landið hafí verið „dekkað“ en
helst virðist vanta upplýsingar frá NA-
hluta landsins og miðhálendinu. Varðandi
útbreiðsluna finnst mér að gjarnan hefði
mátt geta um hæðarmörk hennar yfír
sjávarmál því töluverðar upplýsingar hljóta
að vera til um það efni.
Af ný/um bókum
Eins og sjá má af þessari frásögn er hér
um að ræða mjög vandaða og ítarlega
mosaflóru sem fyllilega stenst samanburð
við það besta sem gert hefur verið á því
sviði í heiminum. Á Norðurlöndum þekki
ég engar jafn ítarlegar mosaflórur og varla
í NV-Evrópu. Ljóst er hins vegar að
mosaflóra Bergþórs hentar ekki fyrir
byrjendur í fræðigreininni. Til þess er hún
allt of stór og viðamikil og gefur ekki nógu
gott yfirlit um mosakerfíð, auk þess sem
þar vantar ýmsar almennar upplýsingar um
mosa og helstu greiningareinkenni þeirra,
hvemig þeim verður safnað og hvemig sé
unnið að þvi að nafngreina þá. Fyrir þá sem
þegar hafa aflað sér nokkurrar
mosaþekkingar og geta t.d. séð i fljótu
bragði til hvaða ættar eða ættkvíslar
mosinn sem þeir hafa í hendinni heyrir er
þessi mosaflóra ómetanlegt hjálpargagn
við tegundargreininguna.
Ýmsum mun þykja það skrítið að
fræðirit sem þetta skuli vera ritað á íslenska
tungu þar sem notendahópur þcss hlýtur að
vera sáralítill. Þetta gefur henni þó um leið
sérstakt gildi og gerir hana að meira
brautryðjendaverki en ella því þar með
hefur höfundur orðið að mynda og móta á
íslensku öll fræðiorð sem notuð eru við
lýsingu sem þessa. Má víst segja að þar
204