Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 31
blómum fjallalyfjagrassins styttri og miklu
víðari en á blómum lyíjagrassins og
íjal 1 alyfjagrasið er með áberandi gula
flekki við mynni sporans. Það er því tæpast
hætta á að sá sem séð hefur báðar
tegundirnar rugli saman fjallalyijagrasi og
afbrigði venjulegs lyíjagrass með hvítum
blómum, eins og glögglega sést á
meðfylgjandi myndum (1. og 2. mynd).
Samkvæmt nokkrum gömlum plöntu-
skrám telja menn sig hafa fundið fjalla-
lyijagras á íslandi (Áskell Löve 1945,
Steindór Steindórsson o.fl. 1948) og í
íslenskri ferðaflóru Áskels Löve (1970) er
fjallalyijagras talið til íslenskra jurta og
virðist sú ályktun vera byggð á þessum
gömlu skrám. Á síðari árum hafa menn
viljað draga þessar staðhæfingar í efa, bæði
vegna þess að engin þurrkuð eintök eru til
þessu til staðfestingar og þess að þótt
seinustu heimildirnar séu orðnar meira en
60 ára, og rannsóknir á flóru landsins mun
yfirgripsmeiri nú en þá var, hefur tegundin
ekki fundist aftur. Vissulega verður aldrei
hægt að afsanna að ijallalyijagras hafi
fundist á íslandi og það er aldrei að vita
nema menn eigi eftir að rckast á það
einhvers staðar landinu, það verður tíminn
að leiða í ljós. En nú er ljóst að lyijagrös
með hvítum blómum eru til hér á landi og
geta vafalaust skotið upp kollinum á
ólíklegustu stöðum. Því er vert að benda
mönnum á að gefa því gaum ef á vegi
þeirra verða hvítblóma lyijagrös og reyna
að glöggva sig á því hvaða tegund þar er
um að ræða. Einnig er mikilsvert að
staðfesta fundinn annaðhvort með góðri
Ijósmynd eða með þurrkuðu eintaki ef um
margar plöntur er að ræða á staðnum og
engin hætta á að stofninn hljóti skaða af.
HEIMILDIR
Alcenius-Nordström 1919. Finnlands
karlvaxter, 6. útg. Söderström & Co.,
Helsingfors. 333-334.
Áskcll Löve 1945. íslenzkar jurtir. Ejnar
Munksgaard, Kobenhavn. 241-242.
Áskell Löve 1970. íslenzk ferðaflóra. Almenna
bókafélagið, Reykjavík. Bls. 364.
2. mynd. Fjallalyíjagras Pinguicula alpina
L. Á myndinni sést greinilega lögun
sporans sem er töluvert frábrugðinn
sporanum hjá venjulegu lyíjagrasi. Mynd-
ina tók höfundur á Solvágstind við Junker-
dalen í Noregi 27. júlí 1975.
Blytt, M.N. 1861. Norges Flora. Det Kongelige
Norske Videnskabers Selskab, Christiania.
814-815.
Elven, Reidar 1994. I: Norsk flora eftir
Johannes Lid, 6. útg. Det Norske Samlaget,
Oslo. 558-559.
Hartman, C. J. 1870. Skandinaviens Flora, 10.
útg. Zacharias Hæggströms förlag, Stock-
holm. Bls. 70.
Mossberg, B. et al. 1992. Dcn Nordiska Floran.
Wahlström & Widstrand, ISBN 91-46-
14833-7. Bls. 420.
Neuman, L. M. 1901. Sveriges Flora. Gleerups
förlag, Lund. Bls. 118.
Nilsson, Örjan 1991. Nordisk fjállflora.
Bonniers ISBN 91-34-50720-5. 179-180.
Steindór Steindórsson o.fl. 1948. I: Flóru
íslands eftir Stefán Stefánsson, 3. útg.
Prentverk Odds Björnssonar, Akureyri. 301-
302.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Jóhann Pálsson
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík
Garðyrkjudeild
Skúlatún 2
105 Reykjavík
141