Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 21
veðurkortanna gliðnað dálítið (ekki sýnt)
og gefið til kynna vindsnúning frá suðaustri
til suðurs eða suðvesturs. Kólnað hafði
dálítið í neðri lögum veðrahvolfsins.
Líklegt er að kólnunin, ásamt því að dregið
hafði úr vindi, hafí haft nægjanlega
deyfandi áhrif á fjallabylgjumar til að
bylgjubrot hafi hætt og bylgjurnar sjálfar
orðið mun veikari en fyrr um daginn. Getur
Vatnajökull þá jafnvel hafa veitt skjól fyrir
sunnanátt í stað þess að magna upp vindinn
með bylgjuframleiðslu.
■ VERÐUR ÞESSU SPÁÐ
NÆST?
Fyrr frekar en síðar kemur að því að reikn-
aðar verða veðurspár fyrir Island með
nákvæmni sem býður upp á greiningu á
bylgjum yfír fjöllum og fjallgörðum af því
tagi sem hér greinir frá. Þá blasa við önnur
vandamál sem felast í miðlun upplýsinga til
alþýðu manna. Líklega mun miðlun um
sjónvarp og tölvur verða mikilvægari er
fram í sækir. Sumum fínnast veðurfregnir í
útvarpi nú þegar langar og ekki á þær
bætandi. Þótt höfúndur sé ekki í þeim hópi
er ljóst að nákvæmar lýsingar á veðrabreyt-
ingum í tíma og rúmi geta orðið
langdregnar. Það gæti þó verið skárri
kostur en spá í þessum dúr, sem lýsir
veðrinu þann 20. ágúst 1995: Allhvass
suðaustan, víða mun hægari en ofsaveður á
stöku stað.
■ ÞAKKIR
Heimildamaður um illviðrið er Tryggvi
Ámason, Höfn í Homafirði (munnleg
heimild). Veðurathuganir á mynd 1 em
fengnar hjá Veðurstofu íslands.
■ HEIMILDIR
Clark, T.B., Hall, W.D. & Banta, R.M. 1994.
Two- and three-dimensional simulations of
the 9 January 1989 Boulder windstorm: Com-
parison with observations. Joumal of the At-
mospheric Sciences, 51, 2317-2343.
Durran, D. 1986. Another look at downslope
windstorms. Part I: On the development of
analogue to supercritical flow in an infmitely
deep continuously stratified fluid. Joumal of
the Atmospheric Sciences, 43, 2527-2543.
Guðmundur Hafsteinsson 1993. Vindur, fjöll og
flugskilyrði. Veðurstofa íslands.
Haraldur Ólafsson 1996. Atlas des écoule-
ments hydrostatiques autour d’un relief
idéalisé et allongé. (Kortabók yfir loftstraum
í vökvastöðujafnvægi yfir fáguð fjöll.
Útdráttur á ensku.) Útg. Météo-France &
Rannsóknastofa í veðurfræði. (Fáanlegt hjá
RV, Hávallagötu 48, Reykjavík.)
Haraldur Ólafsson & Philippe Bougeault,
1996. Nonlinear flow past an elliptic moun-
tain ridge. Journal of the Atmospheric Sci-
ences 53, 2465-2489.
Smith, R.B. 1989. Hydrostatic airflow over
mountains. í: Advances in Geophysics, Aca-
demic Press 31, 59-81.
■ SUMMARY
A downslope windstorm above the northem
slopes of Vatnajokull glacier is described and
simulated with a primitive equation hydrostatic
model. The simulation reveals vertically propa-
gating gravily waves in the troposphere and it
is suggested that the windstorm is related to
these waves and possibly to their breaking.
The atmospheric conditions for the formation
of gravity waves over mountains are explained
and the flow in the waves themselves is de-
scribed. Wave breaking is discussed in relation
to downslope windstorms and strong wind-
gusts. The paper concludes with a brief discus-
sion on the problems of disseminating regional
weathcr forecasts.
PÚSTFANG HÚFUNDAR/AuTHORS' ADDRESS
Haraldur Ólafsson
Hávallagötu 48
101 Reykjavík
Netfang: olafsson@xdata.cnrm.meteo.fr
131