Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 54

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 54
Ormskríkju hættir sennilega ekki svo mjög til að flækjast út yfir Atlantshaf en eins og fram kom hér að framan liggja farleiðir aðeins i litlum mæli með strönd- um. Hún hefur þó fundist þrisvar sinnum á Grænlandi, þ.e. í ágúst 1840, árið 1898 og haustið 1991 (Boertmann 1994). Miðað við farleiðir í Bandaríkjunum gaf Robbins (1980) tegundinni furðu háan líkindastuðul eða 3,04 og er hún í 15. sæti listans. A Bretlandseyjum hefur hún þó ekki fundist nema fjórum sinnum, tveir fuglar 6.-20. og 24. september 1975 á Fair Isle við Hjaltland, sá þriðji á Orkneyjum 5.-7. september 1982 og sá fjórði á St. Kildu við Suðureyjar 20. september 1995 (Dymond o.fl. 1989, Rogerso.fi. 1996). Þá hefur hún sést einu sinni í Færeyjum, 21.-28. sept- ember 1984 (Boertmann o.fl. 1986). Fyrsta ormskríkjan i Evrópu fannst þó hér á landi en tegundin hefur ekki sést hér síðan. 1. Hallbjamareyri í Eyrarsveit, Snæf, fundin nýdauð 14. október 1956 (imm RM5578). Svava Guðmundsdóttir. Ormskríkja sýnir ekki sama mynstur austan Atlantsála og aðrar skríkjur, en hún er þar mun fyrr á ferðinni. Bresku ormskríkjurnar og sú færeyska sáust allar í september, en sú islenska fannst nokkru seinna eða um miðjan október. Hún fannst nýdauð en að sjálfsögðu er ekki vitað hvenær hún kom til landsins. Þá er og algengast að skríkjur berist til suðvestan- verðra Bretlandseyja. Það á ekki við um ormskríkjur, sem hafa allar fundist á mun norðlægari slóðum, þ.e. á Suðureyjum (St. Kildu), Orkneyjum, Hjaltlandi, Færeyjum og íslandi. Fléttuskríkja (Parula americana) Fléttuskríkja (3. mynd) er heldur suðlægari varpfugl í N-Ameríku en aðrar skríkjur sem borist hafa til íslands. Hún verpur aðeins syðst í Kanada, frá suðaustanverðu Mani- toba í vestri og austur til Nova Scotia. Hún nær ekki til Nýfundnalands. Hins vegar verpur hún um gjörvöll austanverð Bandaríkin, suður til Mexíkóflóa og allt 3. mynd. Fléttusknkja (Parula americana). Ljósm./photo B. Dyer/Comell Lab. of Or- nithology. vestur að sléttunum miklu. Vetrarstöðvar ná frá Flórída og Bahamaeyjum suður um Mexíkó og Mið-Ameríku til Nicaragua, Antillaeyja og Barbados. Fléttuskríkja er skógarfugl sem oftast byggir hreiður í fléttum á trjástofnum, oft í töluverðri hæð. Á fartímum sést hún nánast hvar sem er og er þá oft áberandi í húsagörðum. Farflug fléttuskríkju hefst nokkuð snemma, eða þegar síðla sumars. Fléttuskríkja hefur sést fjórum sinnum á Grænlandi, árið 1857, í ágúst 1900, október 1952 og september 1992 (Boertmann 1994). Hún er nú orðin þriðja tíðasta skríkjutegundin í Evrópu þrátt fyrir að hafa lent heldur aftarlega á lista Robbins (1980), eða í 23. sæti með stuðulinn 1,33. Á Bretlandseyjum sást hún fyrst árið 1966 en til ársloka 1995 hafði hún sést þar 16 sinnum, í öll skiptin á suðvestanverðum eyjunum og írlandi. Þar hefur hún aðeins sést á haustin, á tímabilinu 25. september til 26. nóvember, langflestar í október (Dymond o.fl. 1989, Rogers o.fl. 1990, 1993, 1996). Kunnugt erum tvær sem hafa náð alla leið til Ouessant-eyju við vesturstönd Frakklands, 17.-27. október 1987 og 21. október 1995 (Dubois o.fl. 1988, 1996). Á íslandi hefur lléttuskríkja sést sjö sinnum, en það er furðu oft ef litið er til þess að hún hefur aldrei sést á norðanverðum Bretlandseyjum. 164
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.