Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 61
norðri. Húmskríkja er mjög lífleg tegund
sem verpur í opnum laufskógum með ríku-
legum undirgróðri. Hún gerir sér hreiður í
næstum hvaða tré eða runna sem býðst.
Á Grænlandi hefur húmskríkja sést
fimm sinnum, í október 1946, september
og október 1952, nóvember 1964 og
október 1965. Talið er að þar hafí
undirtegundin tricolora verið á ferðinni
(Boertmann 1994). Tegundin fær háan
stuðul á líkindalista Robbins (1980), eða
5,77, og er þar í 5. sæti. Hún hefur sést sjö
sinnum á Bretlandseyjum á árunum 1967-
1985, á tímabilinu 4. október til 7. nóv-
ember. Fimm þeirra sáust á eyjunum
sunnanverðum, ein í A-Englandi og ein í
V-Skotlandi (Rogers o.fl. 1988, Dymond
o.fl. 1989). Þá hefur ein sést í Frakklandi, í
október 1961, og tvær á Asoreyjum, í
október 1967 (Lewington o.fl. 1991). Hérá
landi hefur húmskríkja sést einu sinni.
1. Skógar undir Eyjaíjöllum, Rang, 10.-12.
september 1975 (imm? RM5588). Þórhallur
Friðriksson og Einar Jónsson.
Þessi fugl sást mun fyrr að hausti en
aðrar húmskríkjur í Evrópu en fellur þó vel
að fartíma tegundarinnar.
HaustskrIkja (Wilsonia canadensis)
Haustskríkja (11. mynd) verpur frá Alberta
og Saskatchewan í vestri og austur um
Manitoba, Ontario og sunnanvert Quebec
til Nýfundnalands, suður til Minnesota,
Wisconsin, Michigan og Ohio, með aust-
urströndinni til New York og áfram eftir
Appalachianljöllum allt til Georgíu. Vetr-
arstöðvar eru í Venezúela, Kólumbíu og
allt suður til Perú. Farleiðir liggja einkum
með austurströndinni en síðan til vesturs
áður en til Flórída kemur. Leiðir liggja því
ekki yfir Mexíkóflóa. Kjörlendi haust-
skríkju eru blandaðir skógar barr- og lauf-
trjáa. Hún heldur sig gjaman við rjóður.
Haustskríkja hefur sést þrisvar á
Grænlandi, árið 1875, í október 1943 og í
september 1981 (Boertmann 1994).
Robbins (1980) taldi líkur á því að
tegundin gæti borist til Evrópu en hún er í
13. sæti lista hans yfír tegundir sem ekki
11. mynd. Haustskríkja (Wilsonia canad-
ensis). Ljósm. photo B. Dyer/Cornell Lab.
of Omithology.
höfðu sést á Bretlandseyjum, með
stuðulinn 2,06. Enn sem komið er hefur
hún þó hvergi sést í Evrópu nema á
Islandi.
1. Sandgerði, Gull, 29. september 1973 (d
RM5589). Sólveig Sveinsdóttir.
Fuglinn fannst aðframkominn inni í
bílhræi í Sandgerði.
UMFJÖLLUN
Alls hefur 21 tegund skríkja fundist i
Evrópu til og með 1995, samtals 168
fuglar (1. tafla). Tíu tegundir hafa fundist
hér á landi, samtals 32 fuglar, eða um 19%
af heildarfjölda í Evrópu. Hlutdeild okkar
hefur verið furðu mikil, ekki síst þegar
þess er gætt að hér á landi hefur
fuglaskoðun verið mun minna stunduð en
annars staðar í V-Evrópu. Hlutur okkar
hefur þó e.t.v. farið heldur minnkandi á
síðustu áratugum. Tveir af þeim ljórum
fuglum (50%) sem sáust fyrir 1950 voru
frá íslandi, 3 af 7 (43%) á árunum 1950-
59, 2 af 17 (12%) áámnum 1960-69, 12 af
40 (30%) á árunum 1970-79, 7 af 68 (10%)
á árunum 1980-89 og 6 af 32 (19%)
á árunum 1990-95. Af þessari 21 tegund
hafa 18 sést á Bretlandi, samtals 100
fuglar (60%), 8 tegundir á írlandi, samtals
171