Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 6
1. mynd. Rjúpnapar við Kvísker2. maí'1981. -A Rock Ptarmi-
gan pair at Kvísker, May 1981. Ljósm./photo Hjálmar R.
Bárðarson.
Vestri-Hvamm, Vestri-Háls og vestur fyrir
Hellisgil, en þangað nær birkigróður. Upp
af skógarbrekkunum í Vestri-Hvammi eru
klettar og skriður en lítið af birki í þeim.
Brekkan sunnan á Bæjarskeri er með fjöl-
breyttum gróðri og þar hafa oftast haldið
sig eitt eða tvö pör af rjúpum. Lægstu
hlutar talningasvæðisins eru í um 30 m hæð
yfir sjó og hæstu í um 120 m hæð.
■ AÐFERÐIR
Talningar
Rjúpnatalningamar voru oftast á tíma-
bilinu 12. til 20. maí og hefur Hálfdán séð
einn um þær. Reynt hefur verið að telja
áður en birkið laufgast því eftir það ber
minna á körmm. Svæðið allt hefur verið
gengið á einum degi og allir karrar taldir.
Sum ár hefur verið talið tvisvar og þá hefur
hærri karratalan verið látin gilda. Aðeins
eru teknir með karrar á lífi á talningar-
daginn.
Hér að neðan ætlum við
að fjalla um breytingar á
þéttleika rjúpna á Kví-
skerjum og bera þær
saman við niðurstöður
rjúpnatalninga á Norður-
og Norðausturlandi.
Einnig tökum við saman
niðurstöður rjúpnamerk-
inga á Kvískerjum og
hugum að því hvað
merkingarnar segja okkur um aldur
rjúpna, átthagatryggð karra og kvenfugla,
ungra og gamalla, ferðalög og affoll vegna
skotveiða.
Stofnbreytingar
I talningum 1963-95 sáust að meðaltali
20,5 karrar á ári (9,8 karrar/km2), mest 53
karrar á ári (25,2 karrar/km2) og minnst 7
karrar á ári (3,3 karrar/km2). Munur á
mesta og minnsta þéttleika var tæplega
áttfaldur.
Það má greina þrjú tímabil þegar við
skoðum 3. mynd sem sýnir stærð stofnsins
á svæðinu 1963 til 1995. Fyrsta skeiðið,
1963 til 1971, einkennist af miklum
breytingum; fyrst aukningu í þrjú ár (að
jafnaði 83% milli ára) og síðan fækkun í
fímm ár (að jafnaði 32% milli ára). Næsta
skeið, 1972 til 1992, hefst með hægfara
aukningu í þrjú ár, að jafnaði 49% á ári, og
síðan langvarandi jafnvægi í meðal-
þéttleika, fyrst 9 ár með um 23 karra á
svæðinu (11,0 karrar/km2), þó voru fleiri
Merkingar
Flestar rjúpur hafa náðst
til merkinga með því að
reka þær í aðhald og
grípa. Einnig hafa fuglar
verið snaraðir. Um
nánari lýsingu á þessum
aðferðum er vísað í Ólaf
K. Nielsen (1995a).
■ NIÐUR-
STÖÐUR OG
UMFJÖLLUN
116