Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 100

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 100
um árstíma, Vatnsmýrina í Reykjavík, Álfta- nes, Njarðvíkurfítjar, Garðskaga, Sandgerði, Hafnir og á Hafnaberg. Veður var hægt, svalt og bjart. Leiðsögumenn voru þeir ágætu nafnar, Gunnlaugur Pétursson og Gunnlaugur Þráinsson. Þátttakendur voru 40 og tókst ferðin mætavel. JaRÐFRÆÐISKOÐUN í KRÝSUVÍK OG SELVOGI Jarðfræðiskoðunarferð var farin 27. maí í samstarfi við Ferðafélag íslands. Farið var suður í Krýsuvík, í Selvog, Þorlákshöfn og heim um Þrengslaveg. Staldrað var á nokkr- um stöðum, veður var ágætt, skýjað en þurrt. Leiðsögumenn voru jarðfræðingamir Jón Jónsson og Guttormur Sigbjamarson, sem einnig sá um fararstjóm. Þátttakendur vom 21 og tókst ferðin vel. Umhverfisskoðun Umhverfisskoðunarferð var farin 10. júní í Grafning og Þingvallasveit. Farið var um kl. 10 frá Umferðarmiðstöðinni og farið austur yfir Mosfellsheiði um veituveg. Skoðað var varmaorkuver Hitaveitu Reykjavíkur á Nesja- völlum með góðri leiðsögn staðarmanna. Þaðan var farið að Hagavík og litið á skógrækt og að Úlfljótsvatni og litið yfír virkjanasvæði Sogsvirkjana. Eftir hádegi var farið að Þingvöllum, þar sem staðarhaldari og þjóðgarðsvörður, sr. Hanna María Péturs- dóttir, tók á móti hópnum og veitti leiðsögn um þingstaðinn. Að því loknu veittu þau hjón, sr. Hanna María og Sigurður Árni Þórð- arson, hópnum kaffi í Þingvallabænum. Kann félagið þeim sínar bestu þakkir fyrir frábærar móttökur og fyrirgreiðslu. Heim var haldið þjóðveg um Mosfellsheiði. Veður var svalt og úrkoma í Reykjavík, en hægur vestan kaldi, sólskin og 15°C hiti í Þingvallasveit. Munu ýmsir hafa látið úrsvalann í Reykjavík glepja sig og setið af sér ferðina, sem þótti alveg frábær, ekki síst vegna móttöku og leiðsagnar staðarfólks fyrir austan. Leiðsögumenn og fararstjórar vom annars Freysteinn Sigurðs- son og Guttormur Sigbjamarson. Einungis 7 þátttakendur vom í ferðinni og missti þar margur af frábæmm fróðskap. SóLSTÖÐUFERÐ A SNÆFELLSNES Sólstöðuferðin var farin 24.-25. júní og var þessu sinni farið á Snæfellsnes, einkum undir Jökul. Leiðsögumenn vom Eyþór Einarsson, grasafræðingur, Freysteinn Sigurðsson, jarð- fræðingur og Hans A. Clausen, leiðsögu- maður, borinn og bamfæddur undir Jökli. Á Hellissandi tók Skúli Alexandersson, fyrr- verandi alþingismaður, á móti hópnum og leiðsagði honum um nágrennið með einstök- um ágætum. Laugardaginn 24. júní var lagt upp um kl. 9 frá Umferðarmiðstöðinni og farið þann dag út á Snæfellsnes að sunnan og gist á Hellissandi. Veður var aðgerðalítið þann dag, lofthiti yfir 10°C, suðvestangola og skýjað, lognregn allt vestur að Vegamótum en þaðan af þurrt og bjart. Áfangi var í Borgamesi og svo staldrað um stund við Garðatjöm undir Ölduhrygg og skoðuð horblaðka og annað gróðurríki í tjöminni. Hádegishlé var í góðviðrinu hjá Búðum og gengið um hraunið, þar sem skoðað var burknastóð og annar einkennis- gróður. Næst var staldrað stuttlega á Stapa, en þaðan var farið út á Þúfubjarg og litið til Lóndranga og skoðuð jarðlög og bjargfuglar. Þá var farið niður að Djúpalónssandi og gengið út í Dritvík. Þar var skoðuð hraun- ströndin og gamlar verstöðvamenjar og gert kaffihlé. Komið var við í Hólahólum og gengið inn í aðalgíginn, sem er einhver feg- ursti „hringleikahús-gígur“ á láglendi. Þaðan var farið út á Hellissand, þar sem Skúli Alex- andersson og Hrefna Magnúsdóttir, kona hans, tóku á móti hópnum til gistingar á Hótel Gimli og því tengdri gistiaðstöðu. Eftir kvöldmat var farið út að Gufuskálum og skoðuð fiskibyrgi á hraunbrún í kvöldsólinni, en þaðan var farin vikumámsslóð upp undir jökul um Væjuhraun og framhjá Sjónarhóli. Gengið var upp undir jökulbarðið og skoðaðir jökulgarðar, vikurflóð og aðrar jarðfurður. Svo var snúið aftur í náttstað. Á sunnudag var lagt upp um kl. 10 og farið fyrst í fylgd Skúla út á Öndverðames. Þá var norðvestan kæla og sólskin, sem hélst norðan ness um daginn. Á leiðinni út eftir var komið við á Gufuskálum og skoðaðar varir og írski- bmnnur, síðan farið út á Sólsetursboga og svo staldrað í hrauninu og skoðaður gróður. Á Öndverðarnesi var skoðaður bmnnurinn Fálki, Brugghellir framan í strandhömrunum og fleiri furður. Þaðan var ekið aftur inn á Hellissand, komið við í Sjómannagarðinum og síðan haldið inn að Rifshöfn, þar sem litið 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.