Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 28
greindur er aukinn styrkur ensíms, alkalínísks fosfatasa, er myndast við efiiaskipti i beinum. í Bretlandi er nú talið að þrír til fimm af hveijum 100 körlum yfir fertugu hafi einhver einkenni beinsýki Pagets og allt að 10% þeirra sem eldri eru en sjötugir. í Bandaríkj- unum þykir líklegt að um þrjár milljónir manna af báðum kynjum hafi sýkina og þar af greinist alvarleg einkenni hjá allt að einum af Qómm. Utbreiðslan er nokkuð slitrótt og einkum bundin við ákveðin landsvæði, oft afrnörkuð, hvort sem það tengist erfðum eða umhverfi. Til skamms tíma var beinsýki Pagets nær óþekkt á Norðurlöndum. Með auknum rannsóknum er þetta að breytast og nú er vitað um ein 30 tilvik á íslandi. ■ LOKAOHÐ Lýsingin á Agli Skallagrímssyni er skýr, bæði í ljóðum hans, sem væntanlega em samtímaheimild, og í lausu máli, í Egils sögu sem er líklega skráð meira en tveimur öldum eftir lát hans. Þegar öll einkenni á líkams- gerð og háttemi Egils sem þar koma fram em borin saman við lýsingu á beinsýki Pagets er erfitt að hafna þeirri skýringu Þórðar Harðarsonar að Egill Skallagrímsson hafi liðið af henni. Þórður víkur í lok greinar sinnar (1984) að nokkmm kvillum öðmm en osteitis de- formans sem gætu skýrt einhver af einkenn- um Egils en hafnar þeim öllum með skýmm rökum. Aðeins beinsýki Pagets skýrir öll sérkenni Egils sem lýst er í sögu hans. Þattur Byocks Jesse L. Byock (1994, 1995) rennir frekari stoðum undir þessa kenningu. Því miður virðist mér að hann geri tilkall til stærri hlutar í skýringu á því sem hér hefúr verið rakið en ástæða er til. í ritgerð sinni í Skími (1994) vitnar hann vissulega í Þórð Harðar- son og viðurkennir höfúndarrétt hans að kenningunni um sjúkdóm Egils. Af lestri greinarinnar í Scientific American, sem ætluð er öðmm og stærri lesendahópi, verður aftur á móti ekki annað ráðið en að Byock hafi sjálfúr uppgötvað flest þau sannindi sem þar em birt. Um það hvort aðrir sjúkdómar en beinsýki Pagets gætu hafa valdið vanda Egils segir Byock: „1 considered conditions that produce similar symptoms, such as...“ Svo kemur upptalning sem að mestu er þýðing á samsvarandi línum í Skímisgrein Þórðar. Og Byock heldur áfram: „I was led to the question of Paget’s disease by research in- tended to explain passages in a medieval saga...“ Lái mér hver sem vill, en þetta skildi ég þannig, áður en ég las grein Þórðar Harðarsonar, að Byock ætti við eigin rann- sóknir. í grein sinni nefnir Byock tvo íslenska lækna, Gunnar Sigurðsson, sem réttilega er sagður fyrstur hafa greint beinsýki Pagets á íslandi 1981 og hafi 1991 haft 10 sjúklinga til meðferðar, og „Thordur Hardarson of Ice- land’s National University Hospital, who was also treating patients with Paget’s dis- ease“. Annað stendur þar ekki um Þórð og hans er að engu getið í heimildaskrá með greininni. ■ HEIMILDIR Byock, Jesse L. 1994. Hauskúpan og beinin í Egils sögu. Skímir, 168. ár, 73-108'. Byock, Jesse L. 1995. Egil’s Bones. Scientific American, Vol. 272, No. 1, 62-67. Egils saga Skalla-Grímssonar. Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenzka fomritafélag 1933. Kvæðakver Egils Skallagrímssonar. Jónas Kristjánsson bjó til prentunar. Almenna bókafélagið 1964. Þórður Harðarson 1984. Sjúkdómur Egils Skallagrímssonar. Skímir, 158. ár, 245-248. Encyclopædia Britannica. PÓSTFANG HÖFUNDAR. Ömólfúr Thorlacius Bjarmalandi 7 108 Reykjavík 1 Þessi grein er þýðing á tímaritsgrein eftir Byock: The Skull and Bones in Ecil’s Saoa: A Viking, a Grave and Paget’s Disease. Viator, Vol. 24, 23-50; 1993. Má ætla að þar sé kenningunni um beinsýki Egils lýst á ensku sem hugmynd Þórðar Harðarsonar. 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.