Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 10
6. mynd. Rjúpur merktar á Kvískerjum og endurheimtar utan
merkingastaðar. - Rock Ptarmigan banded at Kvísker and re-
covered outside the Kvísker area. All these birds were shot.
og þetta er marktækt
frábrugðið jöfnu hlutfalli
(04,712, p=0,030).
Það er því þetta hlutfall
(59% kvenfuglar, 41%
karrar) sem við eigum að
nota til að skoða hvort
kynjamunur finnist á
átthagatryggð fugla á
fyrsta ári.
Miðað við þessar for-
sendur er reiknað G-
gildi mátprófsins 4,305
(p=0,038). Kynjahlutfall
ungfugla sem koma aftur
á æskuslóðimar að ári er
því marktækt frábrugðið
núll-tilgátunni um engan
mun á kynjunum og
ungir karrar sýna meiri
átthagatryggð en kven-
fuglar.
Átthagatryggð
Af 64 körrum sem merktir voru sem full-
orðnir endurheimtust á Kvískerjum eða
vom álesnir 15 einstaklingar (23%) og 17
(19%) af 91 kvenfugli. Samkvæmt þessu er
ekki munur á átthagatryggð fullorðinna
fugla eftir kynjum (kí-kvaðrat=0,339,
p=0,560). Fullorðnir karrar og kvenfuglar
skila sér því aftur á sín gömlu varpsvæði ár
eftir ár í svipuðum hlutfollum.
Af 753 fuglum sem merktir vom sem
ungar á Kvískerjum var lesið á 20 karra og
14 kvenfugla árið eftir eða síðar á merk-
ingastað. Þetta er ekki marktækt frá
bmgðið jöfnum hlutföllum kynjanna (G-
próf fyrir mátgæði, G=l,048, p=0,306) og
miðað við jöfn kynjahlutföll hjá ný
klöktum ungum (sbr. Amþór Garðarsson
1988) og eins í varpstofninum á Kví-
skerjum (H.B. óbirt gögn), benda þessir
álestrar ekki til þess að kynjamunur sé á
átthagatryggð ungra fugla. Þrátt fyrir jöfn
kynjahlutföll í varpstofninum hefur reynst
auðveldara að fanga og lesa á kvenfugla en
karra. Þctta sést glögglega ef við skoðum
tölur yfír nýmerkta fullorðna fugla hér að
ofan, en kvenfuglar voru 59% af veiðinni
FeRÐALÖG OG AFFÖLL VEGNA VEIÐA
Aðeins sjö fuglar náðust utan Kvískerja og
þeir vom allir skotnir, fjórir á Suðaustur-
landi, einn á Suðurlandi og tveir á Suð-
vesturlandi (6. mynd). Sá sem fór lengst
var 227 km frá Kvískerjum. Allir þessir
fuglar vom merktir sem ungar á Kví-
skerjum og enginn þeirra var kyngreindur.
I Öræfum tíðkast ekki rjúpnaveiði og
hefúr svo verið lengi. Aðeins sá hluti
rjúpnastofnsins sem ferðast út fýrir
sveitina er veiddur og samkvæmt endur-
heimtum eru slíkir langferðafuglar í
miklum minnihluta í stofninum. Lang-
stærstur hluti stofnsins virðist halda sig
innan sveitar árið um kring. Endurheimtur
vegna skotveiði, sem hlutfall af heildartölu
merktra fugla, ættu að gefa allglögga
mynd af mikilvægi veiða í heildar-
afföllunum. Miðað við að afföll rjúpna á
Kvískerjum séu um 80% fyrsta árið er
hlutur veiða óvcrulegur, eða um eða innan
við 1%. Engar hliðstæðar tölur hafa verið
birtar fyrir önnur svæði hér á landi svo
óhægt er um samanburð. Þess má þó geta
að af 148 rjúpum merktum í Hrísey 1994
voru 24% skotnar á veiðitíma þá um
120