Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 97
■ NEFNDIR OG RÁÐ
Ýmsar nefndir störfuðu á vegum HIN. I rit-
nefnd Náttúrufræðingsins sátu 12 manns, til-
nefndir 1994 og sumir endurtilnefndir síðan.
Formaður var Áslaug Helgadóttir en aðrir rit-
nefndarmenn Ágúst Kvaran, Einar Svein-
björnsson, Guðrún Gísladóttir, Gunnlaugur
Bjömsson, Hákon Aðalsteinsson, Hrefna Sig-
urjónsdóttir, Ingibjörg Kaldal, Leifur A.
Símonarson, Ólafur K. Nielsen, Ólafur S.
Ástþórsson og formaður HÍN, embættis
vegna. í útgáfuráði sátu Árni Hjartarson,
Borgþór Magnússon, Guðmundur V. Karls-
son, Marta Ólafsdóttir og ritstjórinn, Sig-
mundur Einarsson. í ritstjóm Náttúmfræð-
ingatals sat Freysteinn Sigurðsson, tilnefndur
1991. í ferðanefnd sátu Eyþór Einarsson,
Freysteinn Sigurðsson og Guttormur Sig-
bjamarson. í útbreiðslunefnd sátu Erling
Ólafsson, Hreggviður Norðdahl og Sigmund-
ur Einarsson. í nefnd um skipan náttúru-
rannsókna hérlendis sátu Freysteinn Sigurðs-
son, Guttormur Sigbjamarson, Hreggviður
Norðdahl og Sigurður S. Snorrason. Aðrar
nefndir vom ekki virkar á árinu. Umboðs-
menn HIN á náttúmfræðilegum vinnustöðum
(sáu um auglýsingar og tilkynningar
félagsins o.fl.) voru um 40 talsins á
höfuðborgarsvæðinu.
■ AÐALFUNDUR
Aðalfundur Hins íslenska náttúmfræðifélags
fyrir árið 1995 var haldinn 17. febrúar 1996,
kl. 14-15‘/2, í stofu 101 í Odda, hugvísinda-
húsi Háskólans. Fundarstjóri var Edda Lilja
Sveinsdóttir en fundarritari Finnur Ingimars-
son. Fundinn sóttu 14 manns. í upphafí
fúndar minntist formaður Óskars Ingimars-
sonar, fyrrnrn ritstjóra Náttúrufræðingsins,
sem lést 12. febrúar 1996.
VlÐURKENNINC HIN
Formaður félagsins afhenti Þorleifi Einars-
syni, jarðfræðingi, skrautritað viðurkenning-
arskjal stjómar HÍN fyrir sérlegt framlag til
kynningar á náttúmfræði vegna bókar hans
„Jarðfræði, saga bergs og lands“ sem út hefur
komið mörgum sinnum, aukin og endurbætt, í
röskan aldarfjórðung. Þorleifúr þakkaði fyrir
sig með nokkmm vel völdum orðurn.
Skýrsla formanns
Formaður félagsins, Freysteinn Sigurðsson,
flutti skýrslu um starfsemi HIN á árinu 1995.
Aðeins varð fjölgun í félaginu, annað árið í
röð eftir langt samdráttartímabil. Starfsemin
var með hefðbundnum hætti en aðlöguð
aðstæðum. Almenn ánægja var með efnisval
og efnistök í Náttúmfræðingnum, svo að þar
virðist félagið vera á réttri leið. Aðsókn að
fræðslufundum félagsins var mjög góð og
fræðsluferðir félagsins þóttu takast mjög vel.
Bækur á vegum félagsins seldust fyrir á aðra
milljón króna á árinu. Fjárhagur félagsins var
í góðu jafnvægi. í heild má segja að staða
félagsins sé nú nokkuð góð eftir þröngar
aðstæður um nokkurt skeið.
Re/KNINGAR FÉLAGSINS
Gjaldkeri félagsins, Ingólfur Einarsson,
kynnti reikninga HÍN fyrir árið 1995 og vom
þeir samþykktir án athugasemda. Velta fé-
lagsins var um 6/2 milljón króna, fé í sjóði
umfram skuldir um 1 /2 milljón króna, auk
ritabirgða og annarra eigna, en tekjuafgangur
um V4 milljón króna. Afkoma félagsins var
því þokkaleg á þessu ári, miðað við þröngar
aðstæður. Skattayfirvöld tilkynntu félaginu
um mitt ár um breyttar reglur um meðferð
virðisaukaskatts, sem halla nokkuð á fjárhag
félagsins. í ljósi þessa ákvað stjóm HÍN að
hækka félagsgjöld fyrir árið 1996 íyrir
einstaklingsaðild í 3.300 kr., fyrir hjónaaðild
í 3.900 kr. og fyrir ungmennaaðild í 2.200 kr.
Félagsgjöld höfðu þá verið óbreytt í þrjú ár.
Dýraverndarráð
Sigurður H. Richter flutti skýrslu um störf sín
á árinu í Dýravemdarráði. Að því loknu
greindi hann frá því að hann hefði beðist
lausnar frá setu í ráðinu. Hann hefði nú setið í
því og Dýravemdamefnd síðan 1983 og verið
ritari nefndarinnar þann tíma. Til að tryggja
samfellu frá nefnd til ráðs, sem leysti hana af
hólmi, hefði hann setið fyrstu tvö árin í
Dýravemdarráði, en nú væri það komið í
góðan gang og því ekki sama þörf fyrir setu
hans þar. Stjórn HÍN hafði fallist á beiðni
Sigurðar um lausn. Sigurður hafði einnig
setið í öðrum nefndum fyrir HÍN síðan 1975
og þakkaði fonnaður honum fyrir ötul störf í
þágu félagsins um tveggja áratuga skeið og
afhenti honum Þingvallabók sem þakklætis-
vott frá félaginu.
207