Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 73
SAMSPIL VATNS
OG BERGS
II. BERGIÐ
eðal íslendinga eru margir
áhugamenn um jarðfræði,
ef til vill mest vegna þess
— sérstæða landslags sem
fyrir augu ber og sambýlis þjóðar við
jarðelda, jarðskjálfta og önnur óblíð
náttúruöfl. Samt er það svo að megin-
þorri jarðfræðinga hér á landi sinnir
öðru en því sem virðist aðallega vekja
áhuga leikmanna. Flestir vinna í
tengslum við nýtingu ólífrænna nátt-
úruauðlinda, þ.e. vatnsafl, jarðhita,
kalt grunnvatn og laus jarðefni og berg
til mannvirkjagerðar. Þó vinna margir
við þau svið sem tengjast hinni
sérstæðu náttúru íslands, eldvirkni,
jarðskjálftum og jöklum. Þeir sem
leggja stund á rannsóknir á eldvirkni
hugsa ekki aðeins um virk eldíjöll
heldur ekki síður það berg sem í
eldgosum myndast, uppruna þess og
vensl milli bergtegunda.
Stcfán Arnórsson (f. 1942) lauk BS-prófi í jarðfræði
frá Edinborgarháskóla 1966 og doktorsprófi í
hagnýtri jarðefnafræði frá Imperial College í London
1969. Hann starfaði við jarðhitadcild Orkustofnunar á
árunum 1969-78 en síðan við Háskóla íslands, fyrst
sem dósent og síðar sem prófessor. Stefán hcfur unnið
víða erlendis sem ráðgjafi á sviði jarðhita.
STEFÁN ARNÓRSSON
Landslag, saga eldfjalla og önnur jarð-
saga virðist rík í hugum áhugamanna þegar
jarðfræði ber á góma. Hér er þó ekki
ætlunin að fjalla um þá þætti heldur
veðrunar- og ummyndunarferli sem breyta
bergi frá upprunalegu ástandi að því er
varðar steinda- og efnasamsetningu.
Þegar berggrunnur er skoðaður og kort-
lagður jarðfræðilega þjónar það aðallega
þrennum tilgangi. I fyrsta lagi að greina
bergtegundir sem þar er að ftnna og álykta
um einkenni þeirra og uppruna. í öðru lagi
að greina þá jarðsögu sem jarðlög og
höggun þeirra geyma og í þriðja lagi að
rýna i síðsteindir í berginu með það fyrir
augum að lesa sögu jarðlaganna eftir að
þau mynduðust. Þau ferli sem leiða til
myndunar síðsteinda nefnast efnahvarfa-
veðrun, ummyndun og myndbreyting.
Efnahvarfaveðrun verður á yfirborði
jarðar, ummyndun í efstu lögum jarð-
skorpunnar (0-4 km), þar sem grunn-
vatnsstreymi á sér stað, og myndbreyting á
meira dýpi.
Efnahvarfaveðrun og ummyndun, sem
þetta greinarkom ljallar um, breytir fyrst
og fremst steindasamsetningu jarðvegs og
bergs en stundum einnig efnasamsetning-
unni. Veðrunar- og ummyndunarstig bergs
hafa ásamt fleiri þáttum mikil áhrif á gæði
þess til ýmissa nota, hvort sem um er að
ræða fylliefni í steypu, malbik eða olíumöl
Náttúrufræðingurinn 66 (3-4), bls. 183-202, 1997.
183