Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 36
■ NÝJAR. LEIÐIR
4. mynd. Æxlunarklefar, hver með um 500
þúsund pörum af miðjarðarhafs-ávaxtaflugunni.
Með notkun geisla og líftækni
opnuðust nýjar leiðir. Við réðum
snjallan þýskan líftæknifræðing, dr.
Gerald Franz, sem ásamt mexíkanska
skordýrafræðingnum dr. Jorge Hend-
richs (sem nú er yfírmaður skordýra-
deildarinnar) leysti vandann.
Sérfræðingarnir fundu erfðaeigin-
leika í flugu sem veldur því að vatnið
sem flugueggin klekjast út í má hita
upp í 36°C án þess að eggin drepist, en
venjuleg egg drepast í 30°C heitu
vatni. Genið sem stjómar þessum
eiginleika var þó á A-litningi, þ.e. ekki á
kynlitningi. Með gammageislun var unnt
að brjóta Iitningana upp og kalla fram
yfírfærslu (translocation) þannig að
litningabúturinn með hitageninu festist við
Y-litning karlflugunnar. Þannig varð til nýr
stofn sem klekur aðeins út karlflugum.
Hann var fyrst reyndur í vin í eyðimörkinni
sunnan Túnisborgar en nú er t.d. búið að
breyta til í verksmiðjunum í Guatemala-
borg og í Norður Chile svo að þar em
einungis framleiddar karlflugur til
geldingar. Sama er verið að gera í
Argentínu og á Hawaii-eyjum.
SIT-aðferðin við eyðingu skrúfuflugna
var þróuð í Bandaríkjunum en aðferðin við
að eyða ávaxtaflugum og tsetse-flugum var
þróuð í rannsóknastofúm FAO/IAEA, en
það starf hófst 1965. (Þá var höfundur
yfirmaður jurtakynbótadeildar FAO/IAEA
og kom lítið við þá sögu fyrr en 1968 er
hann varð aðstoðarforstjóri þar.)
■ MIÐJARÐARHAFS-
ÁVAXTAFLUGAN
Fluga þessi, sem er landlæg í kringum
Miðjarðarhafíð og líklega upprunnin í
Súdan, fannst fyrst vestan hafs 1964, í
Costa Rica. Var talið ólíklegt að hún festi
þar rætur og lítið gert til að hindra
útbreiðslu hennar þar til hún fannst i
Mexíkó um 1976. Mexíkóstjórn leitaði þá
til FAO/IAEA um aðstoð og árið 1979 var
byrjað að reisa flugnaverksmiðju í Tapa-
chula við landamæri Guatemala. Þar er
hægt að framleiða allt að 700 milljónum
flugna á viku (6-7 tonn). Byrjað var að
dreifa geldum flugum 1981 en þá hafði
skaðvaldurinn breiðst yfír svæði sem náði
200 km til norðurs.
Höfundur kom í verksmiðjuna í janúar
1984. Allir sem þangað koma, háir sem
lágir, verða að afklæðast, ganga gegnum
þröngan gang með sjö sturtuhausum
hvorum megin og klæðast sloppum inni í
verksmiðjunni, og endurtekur sagan sig
þegar verksmiðjan er yfirgefin. Þetta er
gert til að hindra að frjóar flugur berist út úr
verksmiðjunni. Erfítt er fyrir óvana að ná
andanum inni í verksmiðjunni í fyrstu
vegna „ferómóna" (kynaðdráttarefna) sem
flugur í æxlunarbúrunum gefa frá sér.
Fyrir utan verksmiðjuna var flugbraut og
þar voru nokkrar flugvélar og þyrlur sem
verið var að hlaða í litlum kössum með
nýklöktum geldflugum.
Það tók um þrjú ár að losna við þessa
flugu í Mexíkó, en verksmiðjan er nú
notuð til að verjast innrásum hennar frá
Mið- og Suður-Ameríku og til að hjálpa
Bandaríkjamönnum að berjast við hana í
Kaliforníu, aðallega í og umhverfis Los
Angeles.
Nú er stefnt að því að útrýma flugunni úr
Mið-Ameríku með verksmiðjum í Guate-
mala og Costa Rica. Auk þess hafa verið
reistar flugnaverksmiðjur í Líma í Perú, N-
Chile og í Argentínu. Haustið 1996 var
146