Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 35

Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 35
legt hvemig unnt er að eyða skordýra- tegund með því að dreifa henni í milljóna- tali á svæðið þar sem eyða á kvikindunum. Hér skal því rakið með dæmi í hverju leyndarmál aðferðarinnar er fólgið. Hugsum okkur að á einum ferkílómetra lands séu 10.000 meinflugur sem á að eyða. Þá fer eyðingin þannig fram: 1. Dreift er úr llugvélum á svæðið 100.000 flugum sem hafa verið gerðar ófrjóar með gammageislun. Hlutfallið milli frjórra og ófrjórra flugna á svæðinu verður 1:10. Líkumar á að frjó kvenfluga æxlist með frjórri karlflugu em því 10%. 2. Næstu kynslóð (hjá miðjarðarhafs- ávaxtallugunni eftir 4 vikur) fækkar því um 90% og em nú eftir um 1000 frjóar tlugur á svæðinu. Framleiðslan i flugna- verksmiðjunni er hinsvegar sú sama og aftur er flogið inn á svæðið með 100.000 ófrjóar flugur. Líkurnar á því að frjó kven- fluga æxlist með frjórri karlflugu era nú aðeins 1%. 3. í þriðju kynslóð hefur því fækkað niður í um 100 flugur á svæðinu en aftur er þó flogið inn á svæðið með 100.000 ófrjóar flugur. Nú er orðið vafasamt hvort frjó kvenfluga hittir yfirleitt nokkuð annað en geldar karlflugur og er reyndin oft sú að engin afkvæmi verða til. 4. Til öryggis er þó 100.000 ófrjóum flugum dreift á 4 vikna fresti 10-15 sinnum í viðbót. 5. Að sjálfsögðu er íylgst mjög náið með því hvort frjóar flugur fmnast á svæðinu. Flugur em veiddar í gildrur og síðan rann- sakaðar undir smásjá til að ganga úr skugga um hvort þær em frjóar, en ófrjóu flugumar höfðu verið merktar með litareíhi í verk- smiðjunni til að auðveldara væri að þckkja þær. Þá leiðir af sjálfu sér að landsvæðið verður að vera einangrað eða þess gætt að frjóar flugur berist ekki aftur inn á það. ■ ÓKOSTIR Eyðingin sjálf fer fram án notkunar eitur- efna en áður en dreifmg hefst er þó oftast beitt einhverjum aðferðum, þ. á m. úðun 3. mynd. Miðjarðarhafs-ávaxtaflugan (Ceratitis capitata). með skordýraeitri, til að fækka skordýmm á svæðinu. Oft er byrjað að dreifa geldu flugunum fyrst á vorin eftir að vetrarkuldi hefur fækkað flugunum. Aðferðin byggist á því að dreifa geldum karltlugum. Geldu kvenflugumar eru til lítils gagns, sérstaklega hjá miðjarðarhafs- ávaxtaflugunni, og tefja fremur fyrir útrýmingu. Þar við bætist að þótt kvenkyns miðjarðarhafs-ávaxtafluga sé gerð ófrjó reynir hún samt að verpa og stingur varppípunni stundum inn í ávexti sem geta þá skemmst út frá gatinu. Það er líka geysidýrt að ala flugurnar en helmingur þeirra er kvenflugur. Við byrj- uðum því snemma að leita aðferða til að losna við kvenflugumar úr ræktinni. Fyrsta aðferðin sem reynd var byggðist á geni sem gerir kvenpúpumar ljósari en venjulegar púpur eru brúnar. Til að skilja ljósar kvenpúpur frá brúnum karlpúpum notuðum við vélar sem gerðar höfðu verið til að flokka ertur eftir lit. Þessi aðferð er þó nokkuð seinleg og auk þess þurfti að ala kvenflugumar, svo að enginn sparnaður varð af því. Eyðingin varð einungis fljótlegri og markvissari. 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.