Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 74
1. mynd. Mýrarauði á klöppum í lækjarfarvegi. Hann er gerður úr efnasamböndum af
þrígildu járni, súrefni og vatni. Mýrarauði myndast þegar tvígilt járn, sem uppleyst er í
vatni, oxast í þrígilt járn fyrir áhrif uppleysts súrefnis í vatninu. I kjölfarið mynda torleyst
þrígild efnasambönd jáms útfellingu. Mynd: Árni Hjartarson.
eða vegfyllingu og vamargarða svo dæmi
séu tekin. Veðrunarferli hafa einnig áhrif á
myndun jarðvegs og ýmsa eiginleika hans,
t.d. frjósemi. Af þessum ástæðum hafa
athuganir og rannsóknir á veðrun og
ummyndun notagildi. Auk þess kemur
athugun á ummyndun að góðum notum
við mat á ýmsum vinnslueiginleikum jarð-
hitasvæða, eins og stærð þeirra og lögun,
hitaástandi og stundum aldri og þróunar-
sögu.
■ EFNAHVARFAVEÐRUN
OG jARÐVEGUR
Það nefnist efnahvarfaveðmn þegar upp-
runalegar steindir bergs á yfirborði jarðar
eyðast vegna efnahvarfa við vatn og súr-
efni loftsins og nýjar steindir myndast í
staðinn. Upprunalegar steindir bergs kallast
fmmsteindir. Þær verða til um leið og bcrg-
ið. Steindir sem myndast við veðmn em alla
jafna nefndar veðmnarsteindir. Einnig
mætti kalla þær síðsteindir. Efnahvörfum
sem leiða til efnahvarfaveðmnar má skipta
i þrjá flokka: í fyrsta lagi uppleysingu
fmmsteinda í vatni fyrir áhrif sýra í því.
Aðallega er um að ræða kolsýru sem berst í
vatnið úr andrúmsloftinu og frá rotnandi
jurtaleifum. í öðru lagi á sér stað oxun
jáms fyrir áhrif súrefnis úr andrúms
loftinu. Járnið leysist úr frumsteindum
bergsins, en fellur út og myndar ýmsar
járnsteindir þegar það oxast (t.d. mýra-
rauða, 1. mynd). 1 þriðja lagi verða ýmis
vötnunarhvörf, þ.e. myndun veðrunar-
steinda sem innihalda vatn. Af þessum
vötnuðu steindum em leirsteindir lang-
mikilvægastar.
Það er eins með efnahvarfaveðrun og
önnur efnahvörf að hún gengur því hraðar
fyrir sig sem hiti er hærri. Þannig er efna-
hvarfaveðmn hraðari í hlýju loftslagi en
köldu, a.m.k. ef samskonar berg er að
veðrast. Efnahvarfaveðmn er einnig hrað-
ari í vætusömu loftslagi en þurru, enda er
vatn meginhvati hennar.
184