Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 74

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 74
1. mynd. Mýrarauði á klöppum í lækjarfarvegi. Hann er gerður úr efnasamböndum af þrígildu járni, súrefni og vatni. Mýrarauði myndast þegar tvígilt járn, sem uppleyst er í vatni, oxast í þrígilt járn fyrir áhrif uppleysts súrefnis í vatninu. I kjölfarið mynda torleyst þrígild efnasambönd jáms útfellingu. Mynd: Árni Hjartarson. eða vegfyllingu og vamargarða svo dæmi séu tekin. Veðrunarferli hafa einnig áhrif á myndun jarðvegs og ýmsa eiginleika hans, t.d. frjósemi. Af þessum ástæðum hafa athuganir og rannsóknir á veðrun og ummyndun notagildi. Auk þess kemur athugun á ummyndun að góðum notum við mat á ýmsum vinnslueiginleikum jarð- hitasvæða, eins og stærð þeirra og lögun, hitaástandi og stundum aldri og þróunar- sögu. ■ EFNAHVARFAVEÐRUN OG jARÐVEGUR Það nefnist efnahvarfaveðmn þegar upp- runalegar steindir bergs á yfirborði jarðar eyðast vegna efnahvarfa við vatn og súr- efni loftsins og nýjar steindir myndast í staðinn. Upprunalegar steindir bergs kallast fmmsteindir. Þær verða til um leið og bcrg- ið. Steindir sem myndast við veðmn em alla jafna nefndar veðmnarsteindir. Einnig mætti kalla þær síðsteindir. Efnahvörfum sem leiða til efnahvarfaveðmnar má skipta i þrjá flokka: í fyrsta lagi uppleysingu fmmsteinda í vatni fyrir áhrif sýra í því. Aðallega er um að ræða kolsýru sem berst í vatnið úr andrúmsloftinu og frá rotnandi jurtaleifum. í öðru lagi á sér stað oxun jáms fyrir áhrif súrefnis úr andrúms loftinu. Járnið leysist úr frumsteindum bergsins, en fellur út og myndar ýmsar járnsteindir þegar það oxast (t.d. mýra- rauða, 1. mynd). 1 þriðja lagi verða ýmis vötnunarhvörf, þ.e. myndun veðrunar- steinda sem innihalda vatn. Af þessum vötnuðu steindum em leirsteindir lang- mikilvægastar. Það er eins með efnahvarfaveðrun og önnur efnahvörf að hún gengur því hraðar fyrir sig sem hiti er hærri. Þannig er efna- hvarfaveðmn hraðari í hlýju loftslagi en köldu, a.m.k. ef samskonar berg er að veðrast. Efnahvarfaveðmn er einnig hrað- ari í vætusömu loftslagi en þurru, enda er vatn meginhvati hennar. 184
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.