Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 20
aukinn upp í það sem hann er við
sjávarmál. Ef engin varmaskipti eiga sér
stað við umhverfið (t.d. geislun eða losun
dulvarma) heldur loftið óbreyttu varmastigi
og líta má á varmastigslínurnar á 3. mynd
sem straumlínur. Þar sem línumar þéttast
herðir á vindi en þar sem línumar gisna
dregur úr vindi.
Á 3. mynd er áberandi öflug fjallabylgja
sem nær þvert í gegnum veðrahvolfið og
upp að veðrahvörfúm, sem em efst á
myndinni. Upp í allt að 5000 metra hæð
yfír norðurhlíð jökulbungunnar streymir
loftið niður á við, línumar þéttast og
vindurinn eykst. Vindhraði við rætur
jökulsins, þar sem hann mætir hásléttunni,
er um tvöfaldur sá hraði sem reiknaður er
við yfirborð hábungunnar. Sunnan jökuls-
ins enda tvær straumlínur í jöklinum
sjálfúm. Það bendir til að loft í neðstu
loftlögum hafi ekki næga hreyfiorku til að
komast upp hlíðina. Þess í stað hægir mjög
á því og það leitar vestur og austur með
jöklinum. Það er í góðu samræmi við hinn
hæga vind sem var á láglendi sunnan við
jökulinn áður en ferðafólkið lagði í hann og
kemur fram á 1. mynd.
■ HVIÐUROG ENDALOK
ÓVEÐURSINS
Reiknitilraunin sem hér var greint frá
bendir til þess að orsaka hins óvænta
illviðris sé að leita í
ijallabylgjum sem náð hafa
upp í gegnum mestan hluta
veðrahvolfsins. Eitt einkenni
óveðursins var að það var
hviðótt, það er að segja að
mjög hvassir kaflar skiptust á
við stutt timabil þegar vindur
var mun hægari. Það er
algengt einkenni vinds yfir
óreglulegu landslagi en kemur
líka heim og saman við hug-
myndir um fjallabylgjur. Sem
fyrr segir eiga ijallabylgjur til
að brotna, ekki ósvipað og
öldur á strönd. Við bylgju-
brotið endurvarpast hluti af
bylgjuorkunni niður á við og
brýst hún út í enn meiri vindi
en þegar er við yfirborð jarðar.
Bylgjubrot er í eðli sínu
óstöðugt ferli, að því leyti að
bylgja byggist sífellt upp og
brotnar á víxl. Líklegt er að
miklar sveiflur í vindi undir
bylgjubrotinu tengist þessum
óstöðugleika. Annað sérkenni
óveðursins var að það gekk
snöggt niður og um kvöld-
matarleytið var sem fyrr segir
aðeins gola þar sem áður var
ofsaveður.
Kl. 21.00 höfðu þrýstilínur
3. mynd. Varmastigsfletir í kelvingráðum í loftstraumi
yfír landslagi sem líkir í grófum dráttum eftir Vatnajökli
eftir línu sem dregin er á mynd I. Horft er til austurs og
vindur blæs frá suðri til norðurs, þ.e. frá hægri til vinstri.
Á lóðrétta ásnum er hæð í metrum og á lárétta ásnum eru
kvörðuð 10 km löng bil. - Isentropes (K) in southerly
flow past an idealized terrain, that resembles the real to-
pography between A and B in Fig. 1. East is into the page
and the flow is from the right to the left. The y-axis shows
height in meters and intervals of 10 km are indicated on
the x-axis.
130