Náttúrufræðingurinn - 1997, Blaðsíða 84
Ummyndun, þar með talin myndun
holufyllinga, dregur úr vatnslekt hraun-
lagastaflans. Ef staflinn hefur ekki brotnað
upp vegna nýlegra jarðskorpuhreyfmga er
við þvi að búast að dýpið sem jarðlögin
hafa grafíst niður á og hitun þeirra ákveði
lektina fremur en aldurinn. Því er rökrétt að
álykta að lekt bergs í ofanverðum fjöllum á
Vestfjöröum og Tröllaskaga sé yfirleitt
tiltölulega góð, a.m.k. í samanburði við
Austfirði.
■ VIRK HÁHITASVÆÐI
Gunnar Böðvarsson (1961) skipti jarðhita-
svæðum á Islandi í tvo flokka, háhitasvæði
og lághitasvæði. Háhitasvæðin liggja í
virku gosbeltunum eða við jaðra þeirra en
lághitasvæðin í eldra bergi, kvarteru og
tertíeru.
Holur hafa verið boraðar á 8 háhita-
svæðum hér á landi. Þau cru Reykjanes, Eld-
vörp, Svartsengi, Krísuvíkursvæði, Hengils-
12. mynd. Virk háhitasvæði og nokkur velþekkt útkulnuð háhitasvæði í kvarteru og tertíeru
bergi. Ferningar sýna þekkt virk háhitasvæði, hálffylltir ferningar líkleg háhitasvæði að
mati Guðmundar Pálmasonar o. fl. (1985) og fylltir ferningar háhitasvæði sem borað hefur
verið í. Hringir sýna forn háhitasvæði. Virku gosbeltin eru afmörkuð með breiðum línum.
Einstök eldstöðvakerfi eru skyggð. R: Reykjanes, E: Eldvörp, S: Svartsengi, Kí: Krísuvík,
B: Brennisteinsfjöll, He: Hengill (borað hefur verið á þrem stöðum í þetta svæði,
Hveragcrði, Kolviðarhól og Nesjavelli), G: Geysir, P: Prestahnúkur, Ke: Kerlingarfjöll,
Ho: Hofsjökull, Hv: Hveravcllir, M: Mýrdalsjökull, Ti: Tindljallajökull, To: Torfajökull,
Bl: Blautakvísl, Tó: Þórðarhyrna, Gr: Grímsvötn, Kö: Köldukvíslarbotnar, V: Vonarskarð;
Kv: Kverkfjöll, A: Askja, Hr: Hrúthálsar, F: Fremri-Námar, N: Námafjall, Ka: Krafla, Gj:
Gjástykki, Te: Þeistareykir, Ö: Öxarfjörður og Ko: Kolbcinsey. es: Esja, se: Setberg, re:
Reykjadalur, va: Vatnsdalur, mo: Molduxi, fl: Flateyjardalur, fa: Vopnafjörður, br:
Breiðdalur, ge: Geitafell.
194