Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 7
bóginn leitt í ljós, að þar hefur verið þurrlendi, skógi vaxið, þar til Ytriflói myndaðist fyrir um 2300 árum (Árni Einarsson 1982). Þrengslaborga- hraunið virðist því hafa stíflað upp Ytriflóa, en Syðriflói Mývatns Iiggur aftur á móti í lægð í hrauninu. SAGA LÍFS í MÝVATNI í Þrengslaborgagosinu gereyddist stórt stöðuvatn og nýtt myndaðist í þess stað. Smám saman söfnuðust fyrir á botninum allþykk lög af seti í þessu nýja vatni. Með því að skoða bor- kjarna úr botnleðju þess er unnt að rekja vissa þræði í sögu lífríkisins langt aftur í aldir. Leðjan á botni Mývatns er að mestu til orðin úr úrgangsefnum lífvera af ýmsu tagi. Sum þessara úr- gangsefna ná ekki að rotna til fulls því að ný úrgangsefni leggjast ofan á þau og hindra aðstreymi súrefnis. Harðir líkamshlutar krabbadýra, mýflugna og kísilþörunga rotna ekki, og er unnt að sjá hvaða tegundir hafa verið þar á ferðinni. Kísilþörungaflóra Mývatns fékk fljótlega á sig núverandi svip, og má því ætla að vaxtarskilyrði fyrir kísil- þörunga hafi alla tíð verið góð í vatn- inu. Mývatn hefur alltaf verið fremur grunnt og því lítið um svifþörunga. Mestur hluti kísilþörunganna lifir því á botninum (4. mynd). Tvær kísilþör- ungategundir, Fragilaria construens og F. pinnata, eru þar mikilvirkastar og eru undirstöðufæða annars lífs á botn- inum. Á tímabili snemma í sögu Syðri- flóa breyttist flóran nokkuð. Breyting þessi fólst einkum í því, að afbrigðið F. construens var. venter náði yfir- höndinni, og stóð svo í 1—2 aldir uns kísilþörungaflóran tók aftur á sig nú- verandi svip. Svo virðist sem botn- krabbastofnar hafi minnkað á sama tímabili (Árni Einarsson 1982). Botnkrabbar þeir, sem hér um ræðir eru svonefndar vatnaflær (Cladocera). Þetta eru nokkrar tegundir smávax- inna krabbadýra, sem ýmist dvelja í leðjunni eða príla á botngróðri. Krabbadýrasamfélagið hefur tekið allmiklum breytingum í tímans rás. Talsvert öskufall varð á síðari hluta fimmtándu aldar, e.t.v. árið 1477 (Jón Benjamínsson 1982). Öskulagið er nú á liðlega 1 m dýpi í botnleðjunni. Nokkru síðar urðu áhugaverðar breyt- ingar á lífríki botnsins í Syðriflóa. í borkjörnum sést, að grænþörungurinn Cladophora aegagropila jókst til muna (5. mynd). Þörung þennan nefna Mý- vetningar „kúluskít“. Kúluskíturinn myndar granna þræði sem standa út frá einni miðju svo að minnir á dún- fjöður. Hann er ekki botnfastur, en liggur laus á yfirborði leðjunnar og getur rekið undan straumum og öldu- róti. I stormum hrannast talsvert upp af kúluskít á fjörur Mývatns. Kúlu- skítur er aðeins í Syðriflóa, og þekur hann þar víðáttumikil svæði. Á tveim- ur afmörkuðum blettum vex þörung- urinn á allsérstæðan hátt. Þar myndar hver planta stóra kúlu, 10—15 cm í þvermál, en af því vaxtarlagi er nafnið sennilega dregið (6. mynd). Engu er líkara en þúsundum tennisbolta hafi verið stráð þar á botninn. Ekki er vitað um önnur vötn hérlendis þar sem kúluskíturinn myndar svona stórar kúlur. Fjöldi dýra á athvarf í skjóli því, sem kúluskíturinn skapar. Þar á meðal eru botnkrabbarnir, sem áður er getið. Kúluskíturinn byrjaði að aukast til muna einhvern tíma við upphaf 17. aldar, og jókst fjöldi botnkrabba í kjölfar þess (5. mynd). Vert er að gefa gaum að einni krabbategundinni, sem virðist sérlega háð kúluskítnum, en það er kornátan (Eurycercus lamel- 157
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.