Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 9
latus), stundum nefnd efjufló (7. mynd). Kornátan er stærst vatna- flónna í Mývatni og einkar eftirsótt sem fæða meðal fiska og fugla. Svo virðist sem lífsskilyrði kornátunnar hafi batnað er kúluskíturinn jókst (5. mynd). Aukningu kúluskíts má líklega rekja til grynningar Mývatns vegna set- myndunar. Kjördýpi kúluskítsins í Mývatni virðist vera um 2 m (Hunding 1979), en megnið af Syðriflóa er dýpra. Ef mið er tekið af öskulaginu frá 1477 má ætla, að Syðriflói grynnist um 1,5-2 mm á ári að jafnaði, eða 15—20 cm á öld. Fyrst í stað hefur vatnið verið í dýpra lagi fyrir kúlu- skítinn. Er vatnið grynnkaði hefur birtan á botninum aukist og lífsskilyrði kúluskíts batnað. ÝMIS BOTNDÝR Vatnaflærnar eru smæstu botndýrin, sem sjást með berum augum. Þær sía og skrapa lífrænar leifar, bakteríur og kísilþörunga af kúluskítnum og úr leðjunni og hafa til þess fíngerðan síu- búnað á fótunum. Risarnir í hópi vatnakrabba í Mývatni eru skötuorm- arnir (Lepidurus arcticus). Þeir eru forneskjulegir ásýndum þar sem þeir synda albrynjaðir yfir botninum en eru meinlausari en virst gæti við fyrstu sýn og nærast mestmegnis á botnleðjunni (Árni Einarsson 1979). Skötuormur- inn er eftirlætisfæða silungs og anda og má því ekki láta mikið á sér bera. Mýflugurnar (Chironomidae) eru í hópi þeirra dýra, sem nýta botnleðjuna til matar. Lirfur þeirra eru líkastar ormum í útliti (6. mynd). Fjölmargar tegundir eru af mýflugum, og búa lirfur sumra þeirra ofan í leðj- unni, en aðrar tegundir kjósa gróður- inn sem undirlag. Nokkrar mýflugutegundir í Mývatni eru rándýr og höggva skörð í raðir vatnaflóa og mýflugulirfa. Á gróðrin- um eru einnig hýdrur (Hydra sp.), smávaxin, botnföst holdýr, sem gleypa ýmis smádýr sem snerta eitraða grip- arma þeirra (Guðmundur A. Guð- mundsson 1984). Hornsíli (Gasteroste- us aculeatus) og bleikjur (Salvelinus alpinus) tína upp í sig hvaðeina dýra- kyns, sem auðvelt er að ná í. Fiskarnir eru þó ekki eins háðir botninum og margar aðrar lífverur, og dvelja þeir langdvölum ofar í vatninu og éta svif- krabba þegar mikið er af þeim (8. mynd). Kafendurnar hafa ef til vill sérstæð- ustu lífshætti allra rándýra, sem nýta botndýrin. Á hverju vori streyma þús- undir andfugla til Mývatns, og korna flestir frá Bretlandseyjum. í einni svip- an verður botn Mývatns hlekkur í geysistóru vistkerfi, sem teygir sig frá Síbiríu til austurstrandar Norður-Am- eríku og frá Grænlandi suður til Mið- jarðarhafs. Kafendur sækja mestalla fæðu á vatnsbotninn, og er andarnefið sérút- búið til þess. Með jöðrum nefsins eru raðir tanna, sem verka eins og sía. Þegar öndin kafar syndir hún yfir botninum, rekur nefið ofan í leðjuna og síar það sem ætilegt er úr henni. 4. mynd. Kísilþörungar úr botnleðju Mývatns. Stóri þörungurinn á miðri mynd er Pinnularia maior, en ofar til hægri er Cymatopleura solea. Keðjurnar tilheyra ættkvíslinni Fragilaria, og nokkur stök eintök af F. construens sjást á víð og dreif. Lengd þeirra er u.þ.b. 1/100 úr millimetra. — Diatoms from the sediment of Lake Mývatn. (Ljósm Jphoto Árni Einarsson). 159
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.