Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 15
þess hve gömul og stöðug vistkerfin eru. Við slík skilyrði gæti verið svig- rúm til þróunar fjölda tegunda. Nánari athuganir hafa leitt í ljós, að dýra- og plöntustofnar þarna og lífskilyrði þeirra eru allt annað en stöðug. Líkur eru nú taldar á, að hóflegur óstöðug- leiki stuðli að fjölbreytninni (Connell 1978, sjá einnig Fox 1979). Sams kon- ar hugmyndir hafa komið fram um vistkerfi straumvatna (Ward og Stan- ford 1983) og fuglastofna Mývatns (Arnþór Garðarsson 1979). Vistkerfi Mývatns er miklum sveiflum undirorpið, og er vandséð að þar sé nokkurt jafnvægi að finna. Vera má, að elstu minni um óstöðugleika í lífríki Mývatns séu í Jarteinabók Guð- mundar Arasonar Hólabiskups, en þar er þess getið, að létt hafi miklu veiði- leysi í vatninu við blessan biskups (Byskupasögur 2, útg. Guðni Jónsson 1948). Á þessari öld hafa menn orðið vitni að miklum sveiflum í stofnum fugla, fiska, smádýra og plantna í Mývatni. Bókhald um eggjatekju í andavörpum við Ytriflóa (Finnur Guðmundsson 1979) gefur til kynna, að um 1917 hafi hrafnsandar- og hávelluvarp aukist mjög en hrunið skömmu síðar og aldrei orðið jafnmikið upp frá því. Árið 1921 jókst silungsveiði til muna en snöggminnkaði fáum árum seinna (sbr. Hákon Aðalsteinsson 1976). Ekki leið á löngu uns toppandavarp tók að aukast, og náði það hámarki árið 1931 (Finnur Guðmundsson 1979). Toppöndin lifir nær einungis á hornsílum meðan hún dvelur á Mý- vatni, og má ætla, að toppandavarpið endurspegli ástand hornsílastofnsins þar. Til dæmis hrundi hornsílastofn Mývatns árið 1977 og hélst í lágmarki í fimm ár. Toppöndum fækkaði þá einn- ig talsvert á vatninu (Arnþór Garðars- son 1984). Skömmu fyrir síðustu aldamót nam skúfönd hér land. Hefur henni farið fjölgandi á Mývatni æ síðan, og er nú svo komið, að hún er algengasta anda- tegundin á vatninu. Á árunum 1978 til 1982 hvarf svifþörungurinn Anabaena flos-aquae úr Syðriflóa. Þörungur þessi er venju- lega í miklu magni í Mývatni í júlí og ágúst, og er þá talað um að leirlos sé í vatninu. Mýflugustofnar, sem verið höfðu í mikilli lægð um 1975-1976, tóku að dafna og náðu hámarki árin 1981 og 1982. Árið 1983 hrundu mý- stofnarnir á ný (sjá Arnþór Garðars- son 1984), og leirlos hafði þá komið aftur í Syðriflóa. Kornátan hefur einn- ig verið óstöðug. Árið 1975 virtist vera mjög lítið af kornátu miðað við áratug- inn þar á undan, en síðan hefur hún aukist nokkuð (Arnþór Garðarsson 1979). Bleikjuafli og gæði fisksins endur- spegla átuskilyrðin, og andastofnarnir hafa einnig vaxið og dregist saman í takt við átubreytingarnar. Breytingar á þéttleika einnar átutegundar hafa ekki sömu áhrif á allar tegundir sem lifa á henni. Sífelldar breytingar á átu- stofnum vatnsins valda því, að sum ár eru vissurn stofnum fugla eða fiska búin góð vaxtarskilyrði, en önnur ár dafna aðrir stofnar. Þegar til langs tíma er litið, ná stofnarnir aldrei jafn- vægi. Vera má, að þetta stuðli að því, að margar tegundir, sem afla fæðu á svipaðan hátt, líkt og kafendurnar t.d., geti lifað saman án þess að nokk- ur ein tegund nái yfirhöndinni (sbr. Arnþór Garðarsson 1979). NÁMAVINNSLA Á BOTNI MÝVATNS I tæpa tvo áratugi hefur náma- gröftur verið stundaður á botni Mý- 165
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.