Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 27

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 27
taka egg hennar að þroskast og nýtist þá forðanæring sem hún safnaði á lirfustiginu. Talið er að eggin þroskist á um það bil 3 til 4 dögum (Davies o.fl. 1962). Flugan getur orpið aftur, en því aðeins að hún nái að sjúga blóð úr fuglum eða spendýrum (Davies og Peterson 1956). Það er á þessu stigi sem mest óþægindi verða af mývargin- um, sérstaklega við ár sem falla úr stöðuvötnum, en á slíkum stöðum er bitmýið ávallt mest áberandi. Karl- flugurnar nærast aftur á móti eingöngu á blómasykri til orkuöflunar og kven- flugurnar gera það einnig að nokkru leyti. Talið er, að sú orka sem fæst úr blómasykrinum nýtist fyrst og fremst til flugs. SÖFNUNARSTAÐIR Laxá á upptök í Mývatni, sem er í 277 m hæð yfir sjávarmáli (2.-3. mynd). Það er 37 km2 að flatarmáli, en auk þess er urmull smærri vatna og tjarna í nágrenninu. Mývatn er í norðurgosbeltinu, myndað fyrir rúm- lega 2000 árum (Árni Einarsson 1982). Það er mjög grunnt, meðaldýpt um 2 m. Vatnið skiptist í tvennt og í því eru fjölmargar eyjar. Mývatn á upptök sín í lindum, sem koma upp á austur- strönd vatnsins og í Grænavatni. Mikið af næringarefnum er í linda- vatninu. Mývatn er í regnskugga Vatnajökuls, þannig að úrkoma á svæðinu er mjög lítil, eða um 400 mm á ári (Markús Á. Einarsson 1979). Það sem gerir Mývatn að einu frjósamasta vatni Evrópu er mikil sólargeislun og mikið af næringarefnum í linda- vatninu. Mývatn endurnýjast á 26 dögum, og úr því renna 32 mVs í þremur kvíslum, sem sameinast í Laxá. f Ystukvísl bæt- ist Sortulækur í ána með 1 m’/s, en hann kemur úr Sandvatni. í Syðstu- 2. mynd. Kort af vatnasviði Mývatns og Laxár. Söfnunarstaðir: D—Dragsey, M— Miðkvísl, H—Helluvað, Þ-Þverá. - Map of the catchment area of lake Mývatn and River Laxá. Collecting sites: D — Dragsey, M—Midkvísl, H-Helluvad, Þ-Thverá. kvísl rennur Kráká með 7 m3/s (Jón Ólafsson 1979a, Sigurjón Rist 1979). 177

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.