Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 31

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 31
5. mynd. Bitmýslirfur af steini úr Miðkvísl 3. júlí 1984. — Blackfly larvae (S. vittatum) from the stone, that is shown, collected in Midkvísl 3 July 1984 (Ljósm Jphoto Jón S. Ólafsson). 1977-8 (6.-7. mynd). Samsvarandi minnkun varð einnig á Helluvaði og Þverá. Framleiðsla kynslóðarinnar 1976-7 í Miðkvísl og 1977—8 í Þverá er líklega vanmetin, þar sem byrjað var að reikna út framleiðsluna frá líf- þyngd í janúar 1977 í útfalli og snemma í maí 1978 á Þverá, en þá hófst sýnataka. Veiði bitmýs í flugugildrur sveiflað- ist á sama hátt og framleiðsla lirfanna. Aukin veiði varð þó árin 1981 og 1982, aðallega á vorgöngunni, tveimur árum áður en framleiðsla bitmýsins jókst. Aukningin gerðist á sama tíma og urr- iðaveiði fór í lágmark (8. mynd). Fœðuframboð Svifagnir (seston) í Laxá eiga upp- runa sinn í svifi Mývatns og upprótun botnsets í vatninu. Einnig bætist við rek úr Kráká. Mjög svipað magn reks var í ánni nærri útfallinu árin 1972-74 (4,4 mg þurrvigt/1 (Jón Ólafsson 1979b» og árið 1978 (4,8 mg þv/1). Árið 1979 féll magn reks í 2,8 mg þv/1 og hélst lágt árið 1980 (3,6 mg þv/1) og 1981 (1,9 mg þv/1). Aukning á svif- ögnum varð árið 1982, og var að meðaltali 5,3 mg þv/1 og 5,8 mg þv/1 árið 1983. Svifagnirnar eru bæði ólíf- rænar og lífrænar agnir. Lífrænu agn- irnar (fPOM) nýtast bitmýslirfunum sem fæða. í Miðkvísl voru þær 3,0 mg þv/1 vorið 1978, frá júní 1978 til júní 1979 var lífrænt rek 2,6 mg þv/1, og 1,2-2,1 mg þv/1 árin 1979-1981 (meðaltal hvers árs frá 10. júní til 9. júní næsta árs). Lífrænar agnir jukust síðan árið 1982—1983 í 3,3 mg þv/1 og 181

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.