Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 39
er að leita í breytingum sem urðu í Mývatni á þessum árum. Frá 1971 til 1977 var rýni (sjóndýpi) í Mývatni um 1 m yfir hásumarið (sjá einnig Pétur M. Jónasson og Hákon Aðalsteinsson 1979). Árið 1978 urðu miklar breyting- ar í Mývatni. Þá jókst sjóndýpi og varð meira en 3 m. Bláþörungurinn Anaba- ena flos-aquae náði þá ekki að mynda leirlos. Frumframleiðsla plöntusvifs féll um 80 til 90% yfir hásumarið (Hákon Að- alsteinsson 1984). Leirlos kom aftur í vatnið sumarið 1983 og var einnig sumarið 1984. Á rannsóknartímabilinu var tals- verður munur á sumarhita á Norður- landi (4. mynd). Sumurin 1979 og 1983 voru köld. Þessi ár voraði seint, og fór ís af Mývatni ekki fyrr en 10. júní. Kuldinn hafði ekki nein áhrif á fæðu- framboð fyrir bitmýslirfur, og virtist framleiðsla þess vera óháð honum. Framleiðslan hafði þegar minnkað er kalda vorið 1979 gekk í garð, og stofnstærð bitmýs óx og framleiðsla þess einnig árið 1983, þrátt fyrir hið kalda sumar. Það er því ljóst að hita- stigslækkun hefur ekki afgerandi áhrif á heildarframleiðslu stofnsins. Aftur á móti dró lækkun hitastigs úr vaxtar- hraða hraðvöxnu kynslóðarinnar, og púpaði hún sig seint. Merritt o.fl. (1982) hafa aftur á móti bent á, að bæði fæða og hitastig hafa áhrif á fram- leiðslu bitmýs. Töldu þeir hitastig mikilvægara, þótt þeir ættu erfitt með að greina mikilvægi hvors þáttar. Magn lífrænna agna í reki Laxár stjórnaði því stofnstærð og framleiðslu bitmýsins. Stofnstærð og framleiðsla rykmýs (Chironomidae) í ánni sveifl- aðist svipað og bitmýsstofninn, en framleiðsla rykmýs féll úr um 200 g/m2 í Miðkvísl í um 120 g/m2 þegar blá- þörungurinn A. flos-aquae svo til hvarf (Aðalbjörg Erlendsdóttir 1984). Ef svifagnasýni eru borin saman við magainnihald lirfanna hverju sinni sést lítill munur þar á. Þetta er samhljóða öðrum rannsóknum, en þær benda til þess að bitmýslirfur velji ekki fæðuteg- undir (Hansford 1978, Kurtak 1979). Flest bendir til þess að lirfurnar éti allt, sem er innan ákveðinna stærðar- marka. Mest áhersla hefur verið lögð á að bera saman fæðu og fæðuframboð milli áranna 1977 og 1978, en það er einmitt þá sem bitmýsstofninn minnkaði. Meginmunurinn á árunum 1977 og 1978 var leirlosið, sem var um 40% af magainnihaldi lirfanna í ágúst og 10—20% í júlí og september 1977 (9. mynd). Leirlos var aldrei áberandi í görnum bitmýslirfa 1978. Bitmýslirf- ur geta nýtt sér flestar þörungagerðir sem fæðu (Moore 1977, Hansford og Ladle 1981), en minnst er vitað um bláþörunga í því sambandi. Auk þör- unga, geta bakteríur verið mikilvæg fæða fyrir bitmýslirfur (Wotton 1980a,b) og hafa rannsóknir sýnt, að lirfurnar geta dafnað og runnið sitt skeið, þótt þær éti eingöngu bakteríur (Fredeen 1964). Rek botndýra er aðallega talið vera háð rennsli í ánum (Elliott 1967). Aukið rennsli hefur þau áhrif, að fleiri lirfur losna frá botni og rekur. Rennsli Laxár er mjög jafnt allt árið, og flóð eru sjaldan í ánni (Sigurjón Rist 1979). Þetta gæti skýrt að nokkru hve hlutfall lirfa í reki, miðað við fjölda á botni, er jafnt alla sýnatökudagana. Fjöldi lirfa í reki var því í réttu hlutfalli við þétt- leika þeirra á botni (Tafla 2). Dægursveiflur í reki botndýra eru venjulega tengdar birtuskilyrðum á hverjum tíma (Múller 1966), oftast þannig að dýrin láta sig reka í skjóli myrkurs (13. mynd), hugsanlega vegna þess að þegar þau rekur stafar þeim mest hætta af rándýrum. Bitmý 189
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.