Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 52

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 52
líkur að fiskar með vott af fæðu voru e. t. v. nýbyrjaðir að éta eða ekki hungraðir og getur magainnihaldið því hafa átt eftir að breytast verulega með lengri fæðuöflunartíma. Fram kemur að þýðing einstakra fæðugerða er geysilega misjöfn (3. mynd, punktasúlur). Athyglisvert er hversu tíðni fiska með eina ríkjandi fæðugerð (aðalfæðu) í maganum í senn er há; 83% af dvergbleikjunum (N= 207), 95% kuðungableikjanna (N= 263), 93% murtanna (N= 325) og 88% af sílableikjunum (N= 124). í yfirgnæfandi fjölda tilfella er um sömu aðalfæðu að ræða hjá hverri bleikju- gerð. I fervikagreiningunni voru þær fæðugerðir notaðar sem mesta þýð- ingu hafa fyrir bleikjugerðirnar, þ. e. vatnabobbar, svifkrabbar, hornsíli og rykmýspúpur. Úrtakið, 559 fiskar, var einskorðað við fiska með hálfa maga- fylli og meiri og fæðugerðir sem námu meira en 80% af magainnihaldinu (um nánari umfjöllun á fervikagreining- unni vísast í Hilmar J. Malmquist 1983). Eins og við er að búast (sbr. 3. mynd) er mjög marktækur munur á fæðuháttum bleikjugerðanna: Dverg- og kuðungableikjur skera sig algjör- lega frá hinum gerðunum tveim í vatnabobbaáti, murtan er ein um að éta svifkrabba auk þess sem þær sækja afgerandi mest í rykmýspúpur. Síla- bleikjur eru svo til alveg einar um að éta hornsíli. Aldur og kynferði virðast hafa óveruleg áhrif á fæðuhættina en nokkrar sveiflur eru í fæðuháttunum m. t. t. veiðitíma (4. mynd). Hjá dverg- og kuðungableikjum má greina tvo toppa í vatnabobbaátinu, sá fyrri í júní, en sá síðari í september. í ágúst dregur verulega úr vatnabobbaáti hjá dvergbleikjum, minna hjá kuðunga- bleikjum, og í október er það með allra minnsta móti hjá báðum gerðun- um. Þessar sveiflur eru mjög mark- tækar. Svifkrabbaát murtunnar er svipað allt sumarið og seinni hluta haustsins, en í september eykst það verulega. Hornsíli eru étin nokkuð jafnt allt veiðitímabilið. Rykmýspúpur eru mest áberandi fyrri hluta sumars og allt fram í ágúst í fæðu allra bleikju- gerðanna, en finnast lítið sem ekkert um haustið. Seint í cktóber éta allar bleikjugerðirnar hrogn í verulegum mæli. Fæðuhættirnir eru eitthvað breyti- legir eftir veiðisvæðum. Vatnabobba gætir síst í fæðunni í Ólafsdrætti, og á það einnig við um svifkrabba. Á móti kemur að rykmýspúpur eru mest étnar á þessum slóðum miðað við hin veiði- svæðin og á það við um allar bleikju- gerðirnar. Auk þeirra fæðugerða sem þegar er getið fundust eftirfarandi dýr í ein- staka tilvikum; ánar, vatnamaurar, bjöllur og steinflugur. Pá komu vatnsaugu mjög oft fyrir í mögum dverg- og kuðungableikja, en ávallt í litlum mæli (minna en 5% að rúm- máli). Vatnsaugu teljast vart til fæðu, en þau fylgja gjarnan vatnabobbum í mögum og er trúlegt að þau slæðist með þegar fiskurinn étur vatna- bobbana. Áberandi er hversu tíðni lítillar magafylli (tómir magar + magar með vott af fæðu) er há hjá dverg- og síla- bleikju miðað við kuðungableikju og murtu (5. mynd), og er munurinn mjög marktækur (sjá Hilmar J. Malm- quist 1983). Jákvæð fylgni kemur fram milli fiska með litla magafylli og fiska í hrygning- arástandi (6. mynd). Með því að athuga meðallengd fiska í hverjum árgangi má fá grófa mynd af vaxtarferli bleikjugerðanna (7. mynd).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.