Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 57

Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 57
TÍÐNI % TÍÐNI % 167 37 32 Nm- 45 6. mynd. Samband lítillar magafylli og kynþroska meðal bleikjugerðanna í Pingvallavatni. O = Tíðni (%) fiska með litla magafylli (tómir magar + magar með vott af fæðu). • = tíðni (%) fiska í hrygningarástandi. NM = fjöldi fiska með litla magafylli, NH = fjöldi fiska í hrygningarástandi. - Correlation between little sto- mach fullness (ernpty + trace) and maturity (ripe gonads). O = frequency (%) of fishes with little stomach fullness, • = frequency (%) of fishes with ripe gonads. NM = num- ber of fishes with little sto- mach fullness, NH = number of fishes with ripe gonads. nafn, svo ríkur þáttur sem þau eru í fæðu sílableikjunnar nú. Við fundum bleikjur einungis í mögum 17 síla- bleikja af 214. Þennan mun má að einhverju leyti rekja til mismunandi veiðiaðferða. Bjarni Sæmundsson (1904) veiddi síla- bleikju (,,djúpbleikju“) á 20—70 m dýpi, en veiðarnar í þessari rannsókn fóru að mestu fram á 2—10 m dýpi. Sílableikjur, sem að jafnaði halda sig á djúpslóðum, vantar því í aflann. Hins vegar veiddust murtur og sílableikjur oft saman í net, sem bendir til þess að báðar gerðirnar haldi sig að einhverju leyti á sömu slóðum. Því er e. t. v. fátt sem mælir með því að sílableikjur hafi ekki tök á að éta murtur þar. Nefna má samspil milli stærðar bráðar og ræningja en stærð bráðarinnar tak- markast m. a. af stærð ránfisksins (sjá Ivlev 1961). Verið getur að yngri og smærri sílableikjur haldi sig að jafnaði á grunnslóð og éti hornsíli, en þær stærri og eldri leiti út á djúpið til að éta murtur. Ef um er að ræða verulegar sveiflur milli ára í hlutfallslegri stærð hornsílastofnsins miðað við murtu- stofninn getur það haft veruleg áhrif á fæðuval sílableikjanna. Ekki hefur verið mikið um ítarlegar athuganir á fæðuháttum bleikju í vötnum hér á landi, en nefna má at- huganir í Mývatni (Hákon Aðalsteins- son 1976, Arnþór Garðarsson o. fl. 1979, Ranta—aho 1983), Elliðavatni (Björn Björnsson, óbirt gögn) og í Þrístiklu og A-Friðmundarvatni (Hálf- dán Ó. Hálfdánarson 1980). Nokkrar lauslegar kannanir hafa verið gerðar í eftirtöldum vötnum: Hlíðarvatni (Gísli Már Gíslason 1984), Vífils- staðavatni (Gísli Már Gíslason, óbirt gögn) og Látravatni (Gísli Már Gísla- son o. fl., óbirt gögn). í hverju vatni éta bleikjurnar fyrst 207

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.