Náttúrufræðingurinn - 1987, Blaðsíða 19
Steingrímsson ásamt fleirum, og hefur
skráð eftirfarandi lýsingu:
„Undirjarðareldsumrótið horfði ég á,
sem fleirum er kunnugt, fyrst belgdi
jörðin upp með orgi og vindskurki nið-
ur í henni, sprengdi hana svo í sundur,
reif hana og tætti, sem þá ólmt dýr
sundurrífur eitthvað, þá stóð logi og bál
upp úr hverjum áminztum hraunhól.
Stórar hellur og grasflúðir fleygðust þá í
lopt upp ósegjanlega hátt til og frá með
stórum smellum, eldingum, sandgus-
um, reyk og svælu.“ (Jón Steingrímsson
1902-1915, bls. 20).
Það sem virðist hafa villt sýn ýmsum
þeim er skoðað hafa jarðvegssniðið
við Dalbæ er, að flekar úr jarðvegi,
með áður nefndum öskulögum og
gróðurleifum koma fyrir ofar í rofinu,
þ. e. ofan við hin reglulegu mólög.
Þau liggja á ýmsa vegu og hafa sýni-
lega endastungist og velst um.
Augljóst er að hefði hraunið orsakað
þvílíkt rót, þá hlaut það að verða mest
næst hrauninu. En hvað gerði rótið
ofar í sniðinu?
HVERNIG OG HVENÆR VARÐ
RÁS TIL?
Þann 19. júlí 1783 „féll eldflóð yfir
hús í Dalbæ og upp brendi þau og
mikið af túni“ segir séra Jón Stein-
grímsson. Enn sjást rústir bæjarins í
óbrennu inni í hrauninu skammt
norðan við núverandi bæ, og kallast
Gömlutún. Um þann minnisverða at-
burð þegar hraunið stöðvaðist í farvegi
Skaftár þann 20. júlí 1783, skrifar séra
Jón m.a.:
„Holtsá og Fjaðrá hlupu fram yfir
þær stíflur, er það nýja hraun hafði gert
þeim, og í mestu flugferð kæfðu nú
eldinn er rumlandi og rennandi var í
árfarveginum, og hljóp svo fram af
áður téðri dyngju með fossum og iðu-
kasti. Vatn þetta var svo mikið, að áin
var hreint ófær á hestum allan daginn
eptir undan Klaustrinu."
í viðbæti við ævisögu sína (Jón
Steingrímsson 1973, bls.14) telur séra
Jón upp jarðir, sem eyðst hafa í Vestur
Skaftafellssýslu. Þar segir m. a. um
Hunkubakka:
„Þykkvabæjarklausturs jörð. Þeirra
jarðar hús enn uppistandandi, en upp-
brunnið mestallt tún, engjar og hagar
austur með ánni.“
Um Hólm segir þetta:
„Skálakirkju jörð. Sú jörð eður hús
umflotin afheitu vatni, og eldhrauni allt
að norðan, framvegis óbyggilegt þar
sem stendur.“
Við eldrit sitt lauk séra Jón þann 24.
nóvember 1788 (áður nefnt rit, bls.
343). Þá voru hús á Hunkubökkum
„enn uppistandandi" en „Hólmur um-
flotinn af heitu vatni.“ Af þessu er
ljóst að vatnið, sem braust fram yfir
hraunið 20. júlí, austan við Dalbæjar-
stapa, hefur farið meðfram suðurrönd
hraunsins. Hefði það farið norðan
megin hlaut Hunkubakkabærinn að
fara í kaf, því að við Laxárfoss er
klettahöfði, sem hraunið rann upp að
og hefði lokað vatninu leið austur.
Skaftá kemur hér ekki við sögu. Hún
gufaði upp í hraununum inni á há-
lendinu og kom ekki fram úr gljúfrinu
hjá Skaftárdal fyrr en í september það
sama ár. Það mikla flóð, sem séra Jón
getur um gróf þann farveg, sem nú
nefnist Rás eða Hólmsrás. Það skar
sundur jarðlögin og færði þau til og
bylti á ýmsa vegu, en þegar vatnið
þvarr urðu móstykki eftir víðs vegar í
farveginum og svo er enn. Nokkuð af
þeim kann þó að vera eldra og frá
þeim tíma er Skaftá fyrst braust austur
um sundið milli Dalbæjarstapa og
Heiðarháls og tók að renna austur
með Klaustursfjalli eftir að hafa runn-
ið suður Landbrot. Frá sama tíma má
ætla að sé Iag það af misgrófri ármöl,
sem einnig er í rofinu hjá Dalbæ. í
þessu sambandi má minna á að á korti
13