Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 34

Náttúrufræðingurinn - 1987, Page 34
að þær geti flogið mökunarflug. At- huganir í Mývatnssveit sumarið 1978 (Erlendur Jónsson 1979) bentu til að flugurnar fljúgi ekki mökunarflug ef vindhraði er yfir þremur vindstigum. Hvernig flugurnar skynja vindhraða er ekki að fullu ljóst, en á framleggjum og ristarliðum flugnanna eru stór og mikil skynhár. Vindur sem leikur um hárin framkallar titring, sem vitað er að skynfrumur við grunn háranna geta numið. Því er ekki ólíklegt að hára- kransarnir á framleggjum og ristarlið- um karlflugnanna gegni hlutverki vindhraðamælis. Þegar vind lægir fljúga karlflugurnar upp og safnast hundruðum eða þús- undum saman í flugusveima (stróka) yfir ákveðnum kennileitum í lands- Iaginu (Downes 1969). Kennileiti þessi mætti nefna sveimmerki og geta þau verið ljósir fletir á dökku undirlagi, hæðabrúnir, vegkantar eða trjágrein- ar. Karlflugur stóru-toppflugunnar (Chironomus islandicus) sveima yfir brúnum gervigíga í Mývatnssveit. f Mývatnssveit sveimar litla-toppfluga (Tanytarsus gracilentus) gjarna yfir gróðri meðfram strönd vatnsins, þar sem hún myndar sveima sem eru um hálfur metri í þvermál og einn til tveir metrar á hæð. Mergð sveima litlu- toppflugunnar getur orðið svo mikil að einna helst líkist því að reykur liggi yfir, þétt við jörðu. Flugnasveimarnir eru myndaðir af karlflugum sem fljúga í sífellu upp í gjóluna yfir ákveðnu sveimmerki. Þeg- ar gjólan eykst hrekjast flugurnar lít- illega undan vindi, en þær herða þá flugið til að halda sér yfir sveimmerk- inu. Flugusveimurinn virðist því oft bylgjast í vindgjólunni þegar flugurnar reyna að halda sér yfir sveimmerkinu. Kvenflugur sem tilbúnar eru til mökunar laðast að sveimunum og þeg- ar þær fljúga inn í þá, rjúka karlarnir til þeirra og reyna að parast. Hára- kransar á fálmurum karlflugnanna eru næmir hljóðnemar, enda er talið að karlflugur þekki kvenflugurnar á vængsláttartíðninni sem er einkenn- andi fyrir hverja tegund (Sawedal & Hall 1979). Karlflugurnar koma helst að kvenflugunum ofan frá og grípa til þeirra. Ytri kynfæri karlflugunnar mynda nokkurs konar griparma sem falla nákvæmlega að ytri kynfærum kvenflugna sömu tegundar. Karlfluga sem nær til kvenflugu í sveimnum teygir afturbol sinn undir bol kvenflug- unnar og læsir ytri kynfærum sínum um kynfæri hennar á fluginu. Flugurn- ar svífa síðan til jarðar tengdar saman á kynfærunum. Parið helst gjarna sam- tengt um nokkurra mínútna skeið, en á þeim tíma flytjast sæðisfrumur úr karlflugunni yfir í kvenfluguna. Fyrir hartnær tveimur áratugum var finnski náttúrufræðingurinn Jaakko Syrjamaki (1968) við rannsóknir á ryk- mýi á Svalbarða. Hann fann þar fyrir mikið af rykmýsflugum af tegundinni Smittia exterma. Hann veitti því at- hygli að sveimarnir héldust einungis við í nokkra tugi sekúndna jafnvel þó að stillt væri og kyrrt. Sveimarnir voru mjög nærri jörðu og neðstu flugurnar voru einungis í um 5 til 15 cm hæð yfir sveimmerkjunum, sem reyndust vera hvítir blettir í dökku umhverfi. Á milli héldu karlflugurnar sig á grjóti eða í gróðri nærri sveimmerkjum, en kven- flugurnar virtust órólegar og þvældust um óháð þeim. Einna merkilegast þótti hinum finnska náttúrufræðingi að allar karlflugurnar virtust hefja sig til flugs í sömu andrá og einnig virtust þær lenda nokkurn veginn samtímis. Einn fagran sumarmorgun var Jaakko að fylgjast með hegðun flugn- anna. Engir sveimar höfðu verið á lofti þá um morguninn. Á meðan Jaakko beið eftir að flugurnar hæfu mökunar- 28
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.