Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 53
MPa, sem er nálægt meðaltali mælinga (Haimson & Rummel 1982). Mælingar á litlum bergsýnum í rannsóknastofu gefa oft mun hærri togstyrk á basalti, en vegna fjölda stuðlasprungna í bas- althraunum er togstyrkur þeirra jafn- an talsvert lægri en togstyrkur lítilla bergsýna. En jafnvel þótt togstyrkur jarðskorpunnar væri 10 MPa, sem verður að teljast óeðlilega hátt, yrði rúmmál gangs og gosefna úr stærsta innskotinu ekki meira en 0,25 km3. Þverskurðarflatarmál og rúmmál virkra kvikuhólfa hér á landi er óþekkt. Lauslegt mat bendir til þess að þverskurðarflatarmál Kröfluhólfs- ins sé um 8 km2 og hólfsins undir Grímsvötunum 10 km2 (Helgi Björns- son o. fl. 1982). Þessar tölur eru því svipaðar og reiknað þverskurðarflat- armál stórra innskota hér á landi. Einnig er reiknað ummál Kröfluhólfs- ins, 76 km3, áþekkt því sem reiknað var út hér á undan fyrir berghleifana. Ekki er því fjarri lagi að álykta að núverandi kvikuhólf séu áþekk að rúmmáli og stóru innskotin, enda lík- legt að mörg þeirra séu forn kvikuhólf. Algeng stærð kvikuhólfa undir íslandi gæti því verið á bilinu 20—100 km3, en þau stærstu 150—200 km3. UMRÆÐA Stœrð þróa og hólfa Þegar meta skal stærð hólfa og þróa er einkum tvennt sem hafa verður í huga: kólnunarhraða kvikunnar og rúmmál gangs og gosefna í einstökum gosum. Lítið sem ekkert hefur verið fengist við að meta fræðilegan líftíma þróa út frá kólnunarhraða kviku. Um- hverfið hefur svipaðan eða sama hita og þróin og að auki fær hún stöðuga viðbót af kviku neðan úr möttli. Það er því óvíst að kólnun kviku setji líf- tíma þróa nokkur veruleg mörk. Margir hafa hins vegar reynt að meta líftíma hólfa út frá kólnunar- hraða kviku (t. d. Spera 1980, Fedot- ov 1982, Bonefede o. fl. 1986). Flestar byggja rannsóknir þessar á vel þekkt- um formúlum fyrir varmaleiðni í föstu efni (Carslaw & Jaeger 1959). Líftími hólfa er þá venjulega skilgreindur sem storknunartími kvikunnar, þ. e. tím- inn frá því kvikan sest að í hólfinu þar til hún er storknuð. Niðurstöður reikninganna eru þó aðeins leið- beinandi þar sem nokkuð vantar enn á að þeir líki nægilega vel eftir náttúr- legum aðstæðum kvikuhólfa (sjá einn- ig Giberti o. fl. 1984). Niðurstöður reikninga benda til þess (Spera 1980) að kúlulaga hólf sem er 1 km í radíus storkni á nokkrum tugum árþúsunda, og að storknunar- tíminn vaxi með radíus hólfsins í veld- inu 1,3. Þannig er storknunartími hólfs sem hefur tífaldan radíus á við annað hólf 101,3 = tuttugufalt lengri. Kúlu- laga hólf sem eru 2—3 km í radíus hafa nokkur hundruð þúsund ára storknun- artíma, og ættu því að geta viðhaldið megineldstöð a. m. k. þetta lengi. Megineldstöðvar hér á landi eru taldar vera virkar í nokkur hundruð þúsund til milljón ár (Kristján Sæmundsson 1979), þótt áætlaður líftími þeirra langlífustu sé yfir tvær milljónir ára (Haukur Jóhannesson 1975). í ljósi þess hve reikningar fyrir storknunar- hraða eru óáreiðanlegir, er samræmið á metinni stærð hólfa út frá storknun- arhraða annars vegar og út frá rúm- máli gangs og gosefna hins vegar furðugott. Það rúmmál gosefna sem notað var hér á undan kann þó að vera villandi að sumu leyti. í fyrsta lagi verður að skilgreina nákvæmlega hvað telst vera eitt gos, ellegar er ekki unnt að tiltaka 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.