Náttúrufræðingurinn - 1987, Side 92
Ljóst er að þær tölur, sem hér eru
lagðar til grundvallar, eru meira eða
minna ágiskaðar. Pví má spyrja tvenns
konar spurninga:
(1) Eru til, eða er hægt að gera,
einhverjar mælingar til að prófa niður-
stöðurnar?
(2) Er þörf á svona miklu sigi til að
útskýra samsetningu gosefnanna?
Ef gert er ráð fyrir því að ísöld hafi
byrjað hér á landi fyrir 3 Ma ætti mó-
berg að hafa borist niður á mikið dýpi í
gosbeltunum, og auk þess út í skorp-
una beggja vegna, — e.t.v. 30 km
beggja vegna gosbeltisins og niður á 8
km dýpi ef tekið er mið af hugmynd-
um Guðmundar Pálmasonar. Móberg
er eðlisléttara en kristallað berg, og
því mætti ætla að þess sæi stað í
skjálftamynstri eða í þyngdarmæl-
ingum. Hins vegar eykst hlutfall inn-
skota hratt með dýpi í gosbeltunum og
ummyndun veldur því að steindasam-
setning basalts og móbergs nálgast
hvor aðra. Að mati jarðeðlisfræðinga
(Ólafur Flóvenz 1986, munnl. uppl.)
er ekki líklegt að slíkt djúplægt mó-
berg mundi koma fram á skjálftaritum
eða í þyngdarsviði nema e.t.v. ef sér-
staklega væri verið að leita að því.
Bergefnasamsetning er háð fram-
leiðni í gosbeltunum (Níels Óskarsson
o.fl. 1982), og er grundvallarþáttur
uppbræðsla skorpunnar og blöndun
bráðar, sem þannig myndast, við
kviku úr jarðmöttlinum. Síðari rann-
sóknir (Condomines o. fl. 1983, Hé-
mond 1986) renna mjög stoðum undir
þessar hugmyndir, þótt ekki verði úr
því skorið með bergfræðirannsóknum
hversu hratt landsig í eldstöðvum eða
gosbeltum þarf að vera til að hið
mælda mynstur fáist. Hið háa hlutfall
súrra bergtegunda, og snið Walkers
(1963, s. 56) af Breiðdalseldstöðinni,
benda til þess, að í miðju eldstöðvar-
innar, (og hugsanlega eftir gangakerf-
inu) hafi sigið verið miklu meira en
ofangreindar tölur gefa til kynna.
LÆKKUN LANDS VEGNA KÓLN-
UNAR JARÐSKORPUNNAR
Lækkun hafsbotnsins út frá mið-
hafshryggjunum er lýst með jöfnunni:
D(t) = Qt1/2 + C2 (1)
þar sem D(t) er hafdýpi í metrum sem
fall af aldri skorpuyfirborðsins (t) í
Ma, Q er sigstuðull og C2 hafdýpi á
hrygginn, þar sem skorpan myndaðist
(Parsons & Sclater 1975). Fyrir
Reykjaneshrygginn SV af íslandi er Q
= 273 ± 30 m/(Ma)1/2 (Johansen o. fl.
1984), samanborið við 350 m/(Ma)1/2
fyrir úthafshryggina (mynd 5a).
Sighraði sem fall af aldri fæst með
því að diffra ofangreinda jöfnu m.t.t.
t:
ðD/ðt = 0,5 CxVm (2)
Ef C] = 273 ætti sighraðinn af völd-
um kólnunar í skorpunni í Reykjavík,
sem er um 35 km frá gosbeltinu, eða á
3,5 Ma gamalli skorpu, að vera ðD/ðt
= 0,5 x 273 x 3,5"1/2 eða um 7,3 mm á
öld, sem er u.þ.b. tveimur stærðar-
gráðum minna en könnun Sigurðar
Þórarinssonar o.fl. (1956) bendir til,
um 15 cm á öld, eða 1,5 m á 1100 árum
íslandsbyggðar. Hér kemur því fleira
inn í myndina. Reykjavík stendur á
milli tveggja sprungukerfa sem teygj-
ast til NA frá Reykjanesskaga (4.
mynd). Jarðhitinn í Reykjavík kann
86