Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 92

Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 92
Ljóst er að þær tölur, sem hér eru lagðar til grundvallar, eru meira eða minna ágiskaðar. Pví má spyrja tvenns konar spurninga: (1) Eru til, eða er hægt að gera, einhverjar mælingar til að prófa niður- stöðurnar? (2) Er þörf á svona miklu sigi til að útskýra samsetningu gosefnanna? Ef gert er ráð fyrir því að ísöld hafi byrjað hér á landi fyrir 3 Ma ætti mó- berg að hafa borist niður á mikið dýpi í gosbeltunum, og auk þess út í skorp- una beggja vegna, — e.t.v. 30 km beggja vegna gosbeltisins og niður á 8 km dýpi ef tekið er mið af hugmynd- um Guðmundar Pálmasonar. Móberg er eðlisléttara en kristallað berg, og því mætti ætla að þess sæi stað í skjálftamynstri eða í þyngdarmæl- ingum. Hins vegar eykst hlutfall inn- skota hratt með dýpi í gosbeltunum og ummyndun veldur því að steindasam- setning basalts og móbergs nálgast hvor aðra. Að mati jarðeðlisfræðinga (Ólafur Flóvenz 1986, munnl. uppl.) er ekki líklegt að slíkt djúplægt mó- berg mundi koma fram á skjálftaritum eða í þyngdarsviði nema e.t.v. ef sér- staklega væri verið að leita að því. Bergefnasamsetning er háð fram- leiðni í gosbeltunum (Níels Óskarsson o.fl. 1982), og er grundvallarþáttur uppbræðsla skorpunnar og blöndun bráðar, sem þannig myndast, við kviku úr jarðmöttlinum. Síðari rann- sóknir (Condomines o. fl. 1983, Hé- mond 1986) renna mjög stoðum undir þessar hugmyndir, þótt ekki verði úr því skorið með bergfræðirannsóknum hversu hratt landsig í eldstöðvum eða gosbeltum þarf að vera til að hið mælda mynstur fáist. Hið háa hlutfall súrra bergtegunda, og snið Walkers (1963, s. 56) af Breiðdalseldstöðinni, benda til þess, að í miðju eldstöðvar- innar, (og hugsanlega eftir gangakerf- inu) hafi sigið verið miklu meira en ofangreindar tölur gefa til kynna. LÆKKUN LANDS VEGNA KÓLN- UNAR JARÐSKORPUNNAR Lækkun hafsbotnsins út frá mið- hafshryggjunum er lýst með jöfnunni: D(t) = Qt1/2 + C2 (1) þar sem D(t) er hafdýpi í metrum sem fall af aldri skorpuyfirborðsins (t) í Ma, Q er sigstuðull og C2 hafdýpi á hrygginn, þar sem skorpan myndaðist (Parsons & Sclater 1975). Fyrir Reykjaneshrygginn SV af íslandi er Q = 273 ± 30 m/(Ma)1/2 (Johansen o. fl. 1984), samanborið við 350 m/(Ma)1/2 fyrir úthafshryggina (mynd 5a). Sighraði sem fall af aldri fæst með því að diffra ofangreinda jöfnu m.t.t. t: ðD/ðt = 0,5 CxVm (2) Ef C] = 273 ætti sighraðinn af völd- um kólnunar í skorpunni í Reykjavík, sem er um 35 km frá gosbeltinu, eða á 3,5 Ma gamalli skorpu, að vera ðD/ðt = 0,5 x 273 x 3,5"1/2 eða um 7,3 mm á öld, sem er u.þ.b. tveimur stærðar- gráðum minna en könnun Sigurðar Þórarinssonar o.fl. (1956) bendir til, um 15 cm á öld, eða 1,5 m á 1100 árum íslandsbyggðar. Hér kemur því fleira inn í myndina. Reykjavík stendur á milli tveggja sprungukerfa sem teygj- ast til NA frá Reykjanesskaga (4. mynd). Jarðhitinn í Reykjavík kann 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.