Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 7
NÁT TÚRUFRÆÐINGURINN
61
2. mynd. Eggey, séð frá vestri. — Ljósm.: Steindór Steindórsson.
handa. Virðist hann að miklu leyti vera úr gosösku, en lagskipt-
ingin er greinileg og hallar lögunum til landsins, eins og sjá má
á 2. mynd.
Nálægt miðju Suðurlóni landmegin rís upp bergstandur mikill,
Súla (Söyla), að mestu laus við meginfjallið. Er talið að drangur
þessi sé tappi úr eldfjalli.
Talið er, að strandlengja Rekavíkur sé tiltölulega ung, eins og
henni er nú háttað, því að á elztu uppdráttum af eynni er Suður-
lón ekki sýnt, og Eggey enn laus við land. Haldið er að hraun-
straumarnir tveir, sem fyrr er getið austast og vestast í Rekavík,
hafi valdið því, að sandrifið hlóðst upp í varinu frá Eggey og
eystra hrauninu. Eftir því að dæma, ættu hraun þessi bæði að vera
ung. Má það vel vera, þótt þau séu sorfin og sandorpin nú. Eitt,
sem bent gæti til þess, að ekki væri ævalangt síðan sjór féll upp