Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 38
92 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þessu; eigi að síður er það athyglisvert, að einmitt þessi kísilþörung- ur skuli koma i'yrir þarna. Víðar í Landbrotshólunum hef ég síðar fundið smámola af kísilgúr innan um gjallið, t. d. í hól rétt austan við Nýjabæ og í öðrum hól við Ármannskvísl, rétt norðan við þjóð- veginn, og sömuleiðis á nokkrum stöðum í hólunum suðvestur af Hólmi. Á öllum þessum stöðum er þörungaflóran mun fáskrúð- ugri en í hraunkúlunni, sem áður getur. Á ofangreindum stöðum ber langmest á Pinnularia tegundum, en þær eru algengar í mýr- um um land allt og í ósöltu vatni yfirleitt. Við Ármannskvísl og í hól einum suðvestur af Hólmi hef ég fundið nokkrar hraunkúlur og innan í þeim vatnsnúna ármöl og sand allt samanbakað í liarða steypu. Telja verður víst, að kísilgúrinn, eins og mölin og sandurinn, sé úr undirlagi hraunsins. Hvort tveggja hefur lent innan í hraun- inu, þegar það rann, og kastazt svo upp við sprengingar, sem í því hafa orðið. Þörungaflóran sýnir, að vatn það, sem hraunið rann yfir, hefur ekki verið salt. Áðurnefnd skoðun Thoroddsens, að hraunið hafi fyllt út grunnan fjörð, virðist því ekki fá staðizt. Líklegast er, að þarna liafi verið sandur og aur með árkvíslum ofantil, en með víðáttumiklum leirum nter sjó. Ef til vill hefur svæðið, sem hraun- ið rann yfir, að þessu leyti verið ekki ólíkt Skeiðarársandi nú á dögum. Ekkert virðist vera því til fyrirstöðu, að sums staðar á þessu svæði liafi líka verið stöðuvötn, nokkur gróður og mýrlendi, eins og t. d. er núna á vestanverðum Breiðamerkursandi. Hér má einnig geta þess, að í Rauðhólum við Elliðavatn hef ég víða fundið bæði hraunkúlur fylltar kísilgúr og mola af kísilgúr innan um gjallið. Slíkir molar eru víða í gjallstálinu þar sem rauða- möl hefur verið tekin til ofaníburðar í vegi. Allmarga kísilþörunga hefur verði liægt að ákvarða einnig í þessu. I áðurnefndri grein hélt ég því fram, að bæirnir Ytri-Dalbær og Hólmur stæðu „ekki á hrauninu sjálfu, heldur við hraunrönd- ina“. Síðastliðið sumar gafst mér tækifæri að athuga þetta nokkuð nánar, og komst ég þá að allt annarri niðurstöðu. Ytri-Dalbær stendur líka á hrauninu, þó að þar sé nú þykkur jarðvegur ofan á því. Meðfram suðurrönd austasta tanga Skaftáreldahraunsins frá Dal- bæjarstapa austur að Hólmi rann áður allstór áll úr Skaftá, og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.