Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 71 fugl, er mér sýndist líkastur þúfutittling. Fjórir svanir höfðu verið þar dagana á undan, sögðu Norðmenn okkur. Skordýralífið er mjög fátæklegt. Urðum við engra skordýra var- ir meðan við dvöldumst þar, ekki einu sinni maðkaflugu. Hefði þó mátt vænta hennar við hræ af smáhveli, sem þar var rekið og bæði refir og fuglar liöfðu gert sér gott af. Fjörur allar virtust mér óvenjusnauðar af öllum lifandi minjum. Er þess og að gæta, að víðast þar sem ég fór um var sandfjara, svo að ekki var um þörunga að ræða. Þrátt fyrir mikla leit, fann ég þar einungis fi skeljategundir og- 2 tegundir kuðunga. í Hollendinga- vík var rekið allmikið af krabbadýrshömum, sem helzt líktust smá- vöxnum rækjum. Eitt hrognakerfi úr grásleppu fann ég. Annars er þess að gæta, að fáir ætilegir hlutir fá lengi að liggja kyrrir í fjörun- um fyrir refunum, sem leita þar mjög að æti, eins og slóðir þeirra sýndu, en þær líktust helzt fjárslóðum í beitilandi að vetri. Sögulegt yfirlit. í Landnámu segir, að fjögurra dægra sigling sé frá Langanesi til Svalbarða í hafsbotn. Hafa sumir fræðimenn talið, að þar sé átt við Jan Mayen, og er það ekki ósennilegt eftir vegalengd. Ef það er rétt, þá hafa forfeður okkar þekkt eyna, og er það raunar ekki undarlegt, svo vítt um, sem eygja má Bjarnarfjall. Af fornum landa- bréfum þykjast menn og sjá, að einhver eyja hafi verið kunn á þessum slóðum fyrr á öldum. En hvað sem því líður var eyjan samt gleymd öllum, unz Hollendingurinn Jan Jacobsz May fann hana árið 1614. Ber eyjan síðan nafn hans, þótt stundum væri hún kölluð annað fyrr á tímum. Um líkt leyti og Jan May fann eyna munu enskir sjófarendur hafa komið þangað. Þeir, er fyrstir fundu eyna voru hvalveiðamenn. Þá var gnótt hvala á þessum slóðum, enda var brátt tekið að stunda þarna hvalveiðar af kappi. Eitt- hvað stunduðu Englendingar þær veiðai', en aðallega voru þær reknar af Hollendingum. Höfðu Hollendingar bækistöðvar í víkunum vestan og norðan á Suðurey, en einnig í Rekavík. Aðal- stöðin var í Rostungsvog. Sjást þar enn nokkrar minjar, húsarústir, tígulsteinahrúgur, hvalbein og brot úr ýmsum smámunum. En mjög eru þessar minjar eyddar, enda var gengið nærri öllu nvti- legu þar á stríðsárunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.