Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 55
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
109
framhlaupum. Við vitum nú um aldur þeirra öskulaga allra og hefði átt að
nefna hann í ritinu, úr því öskulögin ber þar oft á góma.
Mörg þeirra framhlaupa fornra, sem höf. ræðir, eru nefnd í áðurnefndri
grein í Nfr., en þess er ekki getið nema þar sem höf. er mér ósammála. Oft-
ast erum við þó sammála. Viðvíkjandi Köldukinnarhólum vestan Blöndu sel
ég það ekki dýrar en ég keypti, að þeir liafi hlaupið fram yfir jökulís, þótt
ekkert sé raunar, sem mæli gegn því. Skoðun mína á hinum háa aldri þeirra
byggði ég einkum á því að mér virtist, án þess þó að hafa athugað það nógu
gaumgæfilega, að malarhjallarnir meðfram Blöndu væru yngri en hólarnir, en
að því atriði víkur höf. ekki. Hann gerir lítið úr lekanum gegnum Stífluhóla
i Fljótum. Sá leki varð þó á sínum tíma, ásamt öðru fleiru, tilefni mikilla
málaferla milli Siglufjarðarkaupstaðar og þeirra, er byggðu Skeiðfossvirkjun-
ina. En mér er tjáð, að lekinn hafi farið minnkandi með ári hverju.
Um Leyningshóla getur liöf. þess, að hann hafi þar aðeins fundið tvö ljós
öskulög. En þar er einnig að finna öskulagið FI5, elzta Ijósa öskulagið á Norð-
urlandi, um 6500 ára gamalt, svo sem greinilega er sýnt á sniði frá Leynings-
hólum í áðurnefndri grein minni, og er allþykkt moldarlag undir. Leynings-
hólar eru því örugglega allmiklu eldri en 7000 ára.
Höf. ritar langt mál um hinar umdeildu Loðmundarskriður i Loðmundar-
firði án þess að nefna Tómas Tryggvason eða geta raka hans gegn því, að
þetta sé skriða. Ég lief hér ekkert til málanna að leggja, þvi þótt skömm sé
frá að segja, lief ég aldrei komið til Loðmundarfjarðar.
Ekki get ég skilið við þennan kafla án þcss að geta þess, að í honum er margt
teikninga og ágætra ljósmynda, er stórauka gildi hans.
Kaflinn Nokkrar erlendar stórskriður er fróðlegur og ekki óskemmtilegur
aflestrar, en að mínum dómi óþarfur í þessu riti og liefði a. m. k. mátt stytt-
ast mikið, en það gildir raunar unt nær alla kafla bókarinnar. Það er ekki
ofsagt, að ritverkið hefði batnað stórlega við að styttast a. m. k. um þriðjung.
Lýsingu á leirskriðunni miklu í Surte við Gautaelfi 29. sept. 1950 byggir höf.
á grein í sænska vikublaðinu Vecko Journalon og skrifar, að um nánari or-
sakir þessarar skriðu sé lítið vitað. En um þessa skriðu og orsakir hennar
hafa sænskir jarðfræðingar skrifað allstórt og vandað rit, byggt á gaumgæfi-
legum rannsóknum. Ivom það út fyrir tveimur árum.
Er þá komið að meginhluta fyrra bindis, annál um skriðuföll á fslandi. Nær
hann yfir röskan helming þessa bindis, eða 294 bls. Mun þar flest tínt til, sem
I skráðum heimildum, fornum og nýjum, er að finna um þetta efni. Fróðlegt
er þetta aflestrar og þægilegt að hafa það samandregið á einn stað. Þótt höf.
hafi auðsæilega lært mikið um notkun annála síðan hann reit eldgosasöguna f
ritverkinum um Ódáðahraun, skortir hann enn nokkuð á heimildagagnrýni
og dregur það úr vísindalegu gildi þessa skriðuannáls. Þetta á þó aðallega
við um elztu frásagnirnar. T. d. tekur höf. upp fjórar frásagnir um skriðuföll,
frá árunum 1206, 1249, 1403 og 1412, úr Setbergsannál Gísla Þorkelssonar,
skráðum í byrjun 18. aldar. Prófessor Jón Jóhannesson hefur þó í formálan-
uffl fyrir þessum annál sýnt fram á það með sannfærandi rökurn, að mark er
ekki takandi á þeim frásögnum Gísla af þessu tagi, sem hann hefur ekki úr