Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 30
84 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN um mestallt beltið, og þekur hann öllu meira en lambagrasið. Hins vegar er hann mjög smávaxinn, en var þó að byrja að blómg- ast. Smáskúfar eru þar af blávingli (Festuca vivipara) og örfáir topp- ar af vetrarblómi (Saxifraga oppositifolia) og þúfusteinbrjót (S. cæspitosa), sem sýktur var af rauðleitum sveppi, svo að plantan var öll með rauðgulum blæ. Lítið eitt óx þar af fjallhæru (Luzula confusa), Ólafssúru (Oxyria digyna) og sveifgrasi (Poa. sp.). 2. belti nær niður undir botn dældarinnar. Lar eru brúnir mos- ar drottnandi í gróðursvip. Gráfléttan er álíka og í 1. belti, en flestar háplönturnar eru horfnar nema grasvíðirinn, sem þekur enn allt að 15—20%. 3. belti. Gráflétta (Stereocaulon) og snjómosi (Anthelia) gefa 11. mynd. Gróðurbeltaskípan í snjódæld. Skýring í texta. Belts of vegetation in a snow- patcli. þessu belti svip, en það liggur á flata í botni dældarinnar. Svo má heita, að allir aðrir mosar séu horfnir þarna. Af háplöntum ber langmest á grasvíði, og þekur hann litlu minna en áður. Hins vegar sjást þarna strjálir einstaklingar af öllum tegundum 1. beltis og að auki snæsteinbrjótur (Saxifraga nivalis) músareyra (Cerastium alpinum), kornsúra (Polygonum viviparum) og jöklasóley (Ranun- culus glacialis). 4. belti er dýpst í botni dældarinnar. Það liggur upp að suður- barmi hennar og jaðrar við snjóskafls, sem enn var óbráðinn, og átti sýnilega alllangt í land með að hverfa. Þarna er gróðurlaust að mestu, og undirlagið stórgrýtt, enda mun leysingavatn renna þar um á vorin. Dálitlir teygingar voru þar af svörtum mosa og mjög strjálir einstaklingar af músareyra, fjallasveifgrasi, fjallhæru og grasvíði. Snjódæld sú, sem nú var lýst, var sú eina, er ég skoðaði, þar sem glögg beltaskipting kom fram. Annars er grasvíðir drottnandi há- planta í öllum snjódældum líkt og til fjalla hér á landi. En víða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.