Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 10
64 N ÁTT Ú R U FRÆÐINGURIN N sem að utan minnir mjög á rúst af eldfjalli, og inni í henni rís upp grágrýtisstandur allmikill, sem ekki er ólíkur því að vera gostappi. Upp í gegnum bergið vestan til í víkinni gengur gangur úr sérkennilegu bólstrabasalti. Ofan í Hollendingavík fellur leysingavatnslækur. Þurr var hann nú að mestu, en farvegurinn sýndi, að þar muni vera allmikið vatnsfall á vorin. í framburði lians var mikið af vikurkenndu lípa- ríti, og í bökkunum lög af líparítleir eða eldfjallaösku. Ekki sá ég annars staðar líparít, þar sem ég fór, en talið er að það muni vera í Bombellesfjalli, sem er upp af Hollendingavík. Nokkru austan við Hollendingavík er Rydenshöfði. Norðaust- ur frá lionum opnast önnur meginvík norðurstrandarinnar, Enska- vík (Engelskbukta), og skilur hár og sérkennilegur liöfði, Rost- ungurinn (Kvalrossen), hana frá Mariuvik (María Muscli bukta). hessar tvær víkur liggja andspænis Rekavík, og er Norðurlónið austast í Maríuvík. Enskavík skiptist í tvo iiluta, Viðarvík (Tömmerbukta) að vest- an og Rostu?igsvog (Kvalrosgat) að austanverðu, liggur liann að Rostungnum. Milli víka þessarra er alllangt þverhnípt berg. Er í því samryskja af rauðagjalli og bólstrabasalti, en greinileg liraun- lög á milli. Liggur sama bergið óslitið alllangt vestur með Viðar- vík. í henni er dálítið undirlendi fyrir ofan fjörukambinn. Hvergi sá ég jafnmikinn rekavið og í Viðarvík. Fyrir ofan fjöruna er all- hár kambur, sem að mestu er lilaðinn úr fornum og fúnum reka- við (4. mynd), en ofan við liann eru kynstur af nýrri við, enda mun víkin vera ein bezta rekafjaran á eynni. Rostungsvogur liggur í skeifulaga hvilft, er hann alldjúpur og sennilega bezta skipalægið við eyna. Norðan eða öllu heldur aust- an að vognum gengur Rostungurinn fram, 154 m hár höfði. Að neðan er hann úr gosbergi, en að ofanverðu úr lagskiptu mó- bergi. Er það grófgert, en fremur lint. Innan um það eru smá gjall- molar og mikið af palagónítkornum. Mjög er það veðrað, með allskyns hillum og skápum og hinum fáránlegustu myndum (5. mynd). Allmikið af fugli verpir í höfðanum. Uppi á Rostungnum er dálítill slakki, er þar votlend mosabreiða, með nokkru af dýja- mosa eða öðrum skyldum mosum, og líkist blettur þessi allmikið dýi. Hefur þar verið grafinn lítill brunnur, og mun hann vera hið eina vatnsból á eynni. Niðri í víkinni voru bækistöðvar her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.