Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 10

Náttúrufræðingurinn - 1958, Page 10
64 N ÁTT Ú R U FRÆÐINGURIN N sem að utan minnir mjög á rúst af eldfjalli, og inni í henni rís upp grágrýtisstandur allmikill, sem ekki er ólíkur því að vera gostappi. Upp í gegnum bergið vestan til í víkinni gengur gangur úr sérkennilegu bólstrabasalti. Ofan í Hollendingavík fellur leysingavatnslækur. Þurr var hann nú að mestu, en farvegurinn sýndi, að þar muni vera allmikið vatnsfall á vorin. í framburði lians var mikið af vikurkenndu lípa- ríti, og í bökkunum lög af líparítleir eða eldfjallaösku. Ekki sá ég annars staðar líparít, þar sem ég fór, en talið er að það muni vera í Bombellesfjalli, sem er upp af Hollendingavík. Nokkru austan við Hollendingavík er Rydenshöfði. Norðaust- ur frá lionum opnast önnur meginvík norðurstrandarinnar, Enska- vík (Engelskbukta), og skilur hár og sérkennilegur liöfði, Rost- ungurinn (Kvalrossen), hana frá Mariuvik (María Muscli bukta). hessar tvær víkur liggja andspænis Rekavík, og er Norðurlónið austast í Maríuvík. Enskavík skiptist í tvo iiluta, Viðarvík (Tömmerbukta) að vest- an og Rostu?igsvog (Kvalrosgat) að austanverðu, liggur liann að Rostungnum. Milli víka þessarra er alllangt þverhnípt berg. Er í því samryskja af rauðagjalli og bólstrabasalti, en greinileg liraun- lög á milli. Liggur sama bergið óslitið alllangt vestur með Viðar- vík. í henni er dálítið undirlendi fyrir ofan fjörukambinn. Hvergi sá ég jafnmikinn rekavið og í Viðarvík. Fyrir ofan fjöruna er all- hár kambur, sem að mestu er lilaðinn úr fornum og fúnum reka- við (4. mynd), en ofan við liann eru kynstur af nýrri við, enda mun víkin vera ein bezta rekafjaran á eynni. Rostungsvogur liggur í skeifulaga hvilft, er hann alldjúpur og sennilega bezta skipalægið við eyna. Norðan eða öllu heldur aust- an að vognum gengur Rostungurinn fram, 154 m hár höfði. Að neðan er hann úr gosbergi, en að ofanverðu úr lagskiptu mó- bergi. Er það grófgert, en fremur lint. Innan um það eru smá gjall- molar og mikið af palagónítkornum. Mjög er það veðrað, með allskyns hillum og skápum og hinum fáránlegustu myndum (5. mynd). Allmikið af fugli verpir í höfðanum. Uppi á Rostungnum er dálítill slakki, er þar votlend mosabreiða, með nokkru af dýja- mosa eða öðrum skyldum mosum, og líkist blettur þessi allmikið dýi. Hefur þar verið grafinn lítill brunnur, og mun hann vera hið eina vatnsból á eynni. Niðri í víkinni voru bækistöðvar her-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.