Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 3
Náttúrufr. - 28. árgangur - 2. hefti - 57.—112. siða - Reykjavik, júní 1958 Steindór Steindórsson frA Hlöðum: Jan Mayen I. LÝSING EYJARINNAR. Inngangur. Vorið 1957 gafst mér færi á að skjótast til Jan Mwyen. Nokkrir framtakssamir menn, íslenzkir og norskir, höfðu gert með sér félag* í því skyni að kanna rekavið á eynni með hagnýtingu hans fyrir augum. Fengu þeir leyfi norsku ríkisstjórnarinnar, til að sækja þangað viðarfarm og kanna allar aðstæður, ef um framhald viðar- sóknar væri að ræða. Framkvæmdarstjóri félagsins er Sveinbjörn Jónsson, forstjóri í Reykjavík. Þeir félagar sýndu mér þá einstöku vinsemd, að bjóða mér með í ferðina, svo að ég mætti litast um á eynni og kanna gróður hennar. Fæ ég það boð seint fullþakkað. Lagt var af stað frá Akureyri miðvikudaginn 12. júní með gufu- skipinu Oddi. Alls voru 16 manns á skipinu, sjö manna áhöfn, átta manns til að vinna að viðartöku og ég að auki. Fararstjóri var Ágúst Jónsson, trésmíðameistari á Akureyri, en skipstjóri Símon Guðjónsson. Siglt var í blíðviðri austur með Norðurlandi aðfara- nótt 13. júrií, og legið síðan á Raufarhöfn frameftir degi, en það- an var látið úr höfn kl. 5 síðdegis hinn 13. júní. Stefnan var tekin beint á Jan Mayen. Veður var gott, suðaustan gola og lítilsháttar alda. Ekkert bar til tíðinda fyrr en kl. 6 að morgni hins 15. júní,. en þá varpaði Oddur akkerum undir Eggey (Eggöya), sem er höfði nálægt miðri suðausturströnd eyjarinnar. Allhvasst var nú af norðri og nokkur alda við sandana, en var undir Eggey. í norðri gnæfði Bjarnarfjall (Beerenberg), þokulaust niður í miðjar hlíðar, mikil- fenglegt en kuldalegt. Brátt gengum við í land. Dvöldumst við nú við eyna til sunnudagsmorguns 23. júní, eða alls í 8 daga. Flesta dagana var ég í landi, en sakir þess, að við höfðum bækistöð í skip- inu, þá gat ég aldrei farið langar ferðir frá þeim stöðum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.