Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 37

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 37
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 91 Hvað myndun hólanna viðvíkur hefur hann hina sömu skýringu og áður er getið. Hann segir: „Autant qu’il m’a été permis d’élever des présomtions a leur égard, je crois pouvoir avancer que ces horni- tos résultent évidemment du contact de la lave avec les eaux d’un grand lac, entiérement comblé par elle, ainsi que j’en ai déja fourni un exemple au commencement de cet ouvrage“ (2, bls. 226). Af þessum orðum hins franska jarðfræðings er auðsætt, að honum var Ijóst, hvernig hólarnir eru til orðnir. í Landfræðissögu íslands getur Thoroddsen itm bók Eugéne Roberts og fer um hana viðurkenningar orðum, en minnist hins vegar ekki á skýringu hans á myndun gervigíganna (3, bls. 249— 251). Af eðlilegum ástæðum er erfitt að fullyrða nokkuð um það nú, hvernig það vatn var, sem Landbrotshraunið rann yfir. Eugéne Robert talar um stórt stöðuvatn (2) og Þ. Thoroddsen um vötn og mýrar (1, bls. 110—117) eða grunnan fjörð (4, bls. 143; 5, bls. 75) og loks telur Sigurður Þórarinsson, að þarna hafi verið sandur með árkvíslum (6, bls. 71). í greinarkorni mínu „Móbergsmyndun í Landbroti “ (7. bls. 120) gat ég þess, að ég hefði fundið hraunkúlu í hól nálægt Seglbúðum og innan í henni ljósleitt, leirkennt efni, sem mér hefði ekki tek- izt að ákvarða, þegar ég skrifaði greinina. Hér fór sem oft vill verða, að leitað var langt yfir skammt. Athuganir í smásjá leiddu strax í Ijós, að hér var um að ræða kísilgúr (diatomit), þ. e. skeljar kísil- þörunga. Það hefur reynzt mögulegt að greina allmarga af þessum þörungum. í hraunkúlunni, sem að ofan getur, ber mest á eftirtöld- um kísilþörungum: Cymbella aspera, C. cymbijormis, C. Ehren- bergii, C. lanceolata, Epithemia argus, E. intermedia, E. Mulleri E. sorex, E. turgida, Eunotia alpina, E. diodon, E. robusta, Fragilaria construens, F. Harrissonii, F. pinnata, F. virescens, Gomphonema acuminatum v. coronata, G. constrictum. Melosira distans, M. is- landica, M. italica. Pinnularia sp. Surirella Capronii, S. elegans. Nokkrar fleiri tegundir eru þarna, en ástæðulaust er að telja þær upp hér. Surirella Capronii Brébisson virðist vera meðal sjaldgæf- ari kísilþörunga á íslandi. Þessi þörungur lifir, að því er Fr. Hu- stedt (9) telur, einkum í botnleðju stórra stöðuvatna („im Grund- schlamm grösserer Seen“). Vitanlega er ekki hægt að draga neinar víðtækar ályktanir af
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.