Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 4
58 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN unnið var á. Fór ég at' þeim sökum minna um, og eingöngu um mið- og suðurhluta eyjarinnar, því að þar var rekinn hirtur. Lega — Landslag. Jan Mayen liggur norðaustur í liafi, 290 mílur undan Langa- nesi. Þaðan eru 555 mílur til Tromst) í Noregi, en 250 til Græn- lands, þar sem skemmst er í milli. Eyjan er umlukt djúpu hafi, og þótt hún heyri til hasaltsvæði Norður-Atlantshafsins, hefur hún engin bein tengsli neðansjávar við önnur lönd þess, enda þótt nokkur grunnsævishali bendi í átt til íslands. Stefna eyjarinnar er frá suðvestri til norðausturs, eða liin sama og gossprungnanna um suðurhluta íslands. Ef dregin er lína eftir lengdarás eyjarinnar og hún framlengd til íslands mun láta nærri að hún falli í stefnu móbergssvæðisins íslenzka frá Langanesi til Reykjaness. Sakir þess, hversu eyjan liggur, verður hér samkvæmt venju Norðmanna suð- austurströndin kölluð að sunnanverðu, og norðvesturströndin að norðanverðu á eynni. Eyjan er aflöng, minnir lögun hennar helzt á tölustafinn 8, en neðri hluti þó lengri og mjórri. Hún er 53.7 km á lengd og þannig nokkru styttri en Eyjafjörður. Að flatarmáli er hún 371.8 km2. Víðast má kalla aðdjúpt við Jan Mayen, en sker nokkur eru þar með ströndum fram. Sum þeirra rísa hátt úr sjó, svo sem Vitinn (Fyrtárnet) vestarlega við suðurströndina, en önnur mara í kafi og á sumum brýtur aðeins í brimi. Sennilega eru sker þessi annað- hvort leifar fornra hraunstrauma, eða beinlínis bergstandar innan úr eyddum eldfjöllum. Eyjan skiptist í tvo hluta, Norðurey og Suðurey (Nord-Jan og Sör-Jan). Nyrzti hluti Suðureyjar upp af Rekavík er þó svo sér- stakur, að réttmætt er að kalla hann Miðey. Norðurey er miklu breiðust, um 15 km á breidd en 18 á lengd. í raun réttri er hún eitt fjall, eldfjallið Bjarnarfjall (Beerenberg), sem er 2277 m á hæð, ströndin öll er brotin með sjávarhömrum, sums staðar allháum, einkum að austanverðu. Að sunnan og norð- an eru bakkamir lægri. Eiginlegt undirlendi er |«r ekki, nema dálítill hali nyrzt og austast, og breiður flái, sem liggur upp að meginfjallinu að sunnan og vestan. Efri hluti fjallsins frá h. u. b. 700 m hæð er þakinn jökli. í toppi þess er skeifulaga eldgígur furðumikill, og standa nokkrir tindar upp úr jöklinum á brúnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.