Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 75 þá verður eri'itt um gróðurrannsóknir svo snemma á gróðrarskeið- inu. Þá ollu og tengsli mín við skipið því, að ekki var unnt að skoða önnur svæði en þau, sem næst lágu víkum þeim, sem viður var tekinn í, en það var aðallega á Mið- og Suðurey, norðan frá veður- stöð Norðmanna og suður í Guineavík. Þá hafði snjó ekki enn leyst af fjalllendinu á Suðurey, og víða var snjór svo nýleystur, að ekki var gróðurs að vænta í skaflastæðum, en einmitt má búast við ýmsu merkilegu í snjódældum. Sakir snjóanna fór ég minna til fjalla en ella mundi. Flóra Jan Mayen er harla fáskrúðug. í ritum þeim, sem ég hef handbær, er getið 42 tegunda háplantna. Eina tegund, holurt (Silene acaulis), fann ég þar, sem ekki er getið þaðan áður. Lynge (1939) segir um 60 tegundir fundnar þar, og mun hann vitna til safna Lids. Eins og sjá má af meðfylgjandi flórulista fann ég rúmlega 30 tegundir háplantna í minni ferð. Af mosum eru kunnar 119 tegundir, af fléttum 144 tegundir, sveppum 10 tegundir, sæþörung- um 18 tegundir, og kísilþörungum í ósöltu vatni 113 tegundir. F.kki verður rætt hér um annað en háplönturnar. Þegar vér lítum á æðri gróður eyjarinnar, vekur það ekki megin athygli vora, liversu fáar tegundirnar eru, heldur miklu fremur hitt, hversu strjáll gróðurinn er. Tegundafæðin er auðskilin. Eyjan er einangruð úti í reginhafi, og engar líkur benda til þess, að hún hafi nokkru sinni verið í tengslum við önnur lönd. Eins og getið hefur verið, er jarðmyndun hennar öll ung. Sennilega hefur öll eyjan orðið til á kvartertíma, og mestar líkur benda til, að hún hafi verið hulin jöklum á Jökultímanum. Eitt er víst að minnsta kosti: All- ur gróður hefur hlotið að berast þangað yfir mörg hundruð mílna haf á tiltölulega skömmum tíma, eða með öðrum orðum eftir að ísöldinni létti. Ekki er kunnugt um, að þar séu til einlendar teg- undir eða afbrigði æðri plantna, þótt ekki verði það fullyrt. Lynge, sem þaulkannað hefur fléttugróður eyjarinnar, segir enga fléttu- tegund hennar bera merki þess, að hún sé leifagróður, en 7 fléttu- tegunda getur hann þaðan, sem að minnsta kosti þá var ókunnugt um, að yxu annars staðar. Af þeim 43 tegundum háplantna, sem mér er kunnugt um á Jan Mayen,1) vanta 3 á íslandi,Draba fladnizensis, D. liirta var. trichella 1) Flórulistar Gandrups, Kruuses og Ostenfelds, sbr. heimildaskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.