Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 27
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
81
Snækraekill (Sagina intermedia) .....
Snænarvagras (Phippsia algida).......
Holurt (Silene maritima) ............
Þúfusteinbrjótur (Saxifraga ceespitosa)
Lambagras (Silene acaulis)...........
Grasvíðir (Salix herbacea)...........
Túnvingull (Festuca rubra) ..........
Blávingull (F. vivipara) ............
1 2 3 4 5 6 7
x
x
X X
X
X
X
X
X
c. Hraun. Naumast er hægt að segja, að hraunin á Jan Mayen
séu sjálfstæð gróðurlendi. Mestur hluti þeirra, að minnsta kosti á
Suðurey, er vaxinn mosaþembu, en snjódældir eru víða um þau,
og verður því hvorttveggja lýst síðar. Hraunið í Rekavík er svo sand-
orpið, að gróður þess er hinn sami og sandanna. Hér verður því
einungis lýst sérkennilegum hraunfláka í vestanverðri Tömmer-
bukta.
Hraunið hefur fallið niður á sléttlendi í víkinni og breitt þar
úr sér um allstórt svæði. Að framan rís það með brotnum bakka
8. mynd. Beltaskipting gróðurs í Tömmerbukta.
upp af sandfjöru (8. mynd 1—2). Fremsti hluti hraunsins er sand-
orpinn, en þó eigi meira en svo, að hraunstrýtur standa hvarvetna
upp úr sandinum (8. mynd 3). Þar fyrir ofan tekur við sléttur flati,
sem fyllst hefur af sandi og rennsli ofan úr brekkunum, svo að
hraunið er nú hulið, en sums staðar hafa björg hrunið ofan úr
brekkunum. Flati þessi er gróinn að sjá tilsýndar. Gamburmosinn
(Rhacomitrium) þekur miklu mest, en þó er mosabreiðan fremur
J)unn. Næst fjallinu (8 mynd 5) eru svo miklar breiður af vetrar-
blómi, að víða slær rauðum blæ á landið innan um gráar mosa-
breiðurnar (9. mynd), en nær ströndinni (8. mynd 4) er mosinn
ósamfelldari og gráskófin mjög áberandi (10. mynd). Aðrar há-
plöntur er þarna uxu voru: Ólafssúra, músareyra, jöklasóley, gras-