Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1958, Blaðsíða 6
60 NÁTT Ú R U FRÆÐINGURINN lians. Hinn liæsti þeirra er kenndur við Hákon konung VII. Hælar skeifunnar vita til norðurs, að kalla má, og hefur þar runnið fram úr lienni skriðjökull firnamikill. Annars falla alls 10 skriðjöklar niður hlíðar Bjarnarfjalls, og eru sumir þeirra geysibrattir og ná í sjó niður. Þess sjást þó glögg merki, að jöklar hafa minnkað þarna sem annars staðar á norðurslóðum hin síðari árin. Bjarnarfjall er eitt liinna fegurstu fjalla, sem augað lítur, mikilúðugt, sviphreint, með fögrum línum, en harðneskjulegt nokkuð. Talið er það meðal hæstu eldfjalla jarðarinnar, og er þá hæð þess talin frá hafsbotni, en mjög skammt er frá ströndinni að austan og norðan og niður á 1000 til 1400 m dýpi, og að mestu sami halli og á undirstöðu jökulsins ofan sjávar eða 8°—10°. Þegar kemur suður fyrir rætur Bjarnarfjalls lækkar eyjan mjög og mjókkar, og liefst nú Miðey. Má telja norðurmörk hennar frá Jamesons-vík, norðan undir Eggey og yfir til Norðurlóns. Þar sem hún er mjóst eru 2.5 km milli stranda. Eggey er 217 m hár höfði, en vestur frá henni og að Traill-höfða um 15 km leið opnast Rekavík (Rekvedbukta). Vestast í henni helur hrattnstraumur fall- ið til sjávar, en annars er með víkinni lág sandströnd, sem minnir mjög á sandana á suðurströnd íslands. Með endilangri ströndinni er rif 6—10 m liátt, en víða allt að hálfum km á breidd. Ofan við það er grunnt lón, Suðurlón (Sörlaguna), sem hvergi er talið vera meira en einn metri á dýpt, en víða þó miklu grynnra, og þornar verulegur hluti þess á sumrum. Vatnið í því er ósalt. Austan að lóninu og alllangt vestur með því að norðanverðu hefur fallið hraun frá eldgíg í suðurhlíð Bjarnarfjalls. Nær hraunið upp að fjallshlíðinni, sem er snarbrött en víðast með lágri brún, og er þar sýnilega forn strandlína. Vestan við hraunið liggur lónið upp að fjallshlíðinni, en vestast í víkinni eru breiðir sandar milli fjalls og fjöru. Sandarnir ásamt lóninu í Rekavík eru 1—1.5 km á breidd, og er þetta nær eina undirlendið á eynni, sem kallast getur því nafni. Eggey er talin vera gamall eldgígur, og enn kvað stundum sjást reykur úr henni. Eins og nafnið bendir til, var hún enn eyja, fyrst er menn komu til Jan Mayen. En sandur hefur borizt svo að henni, að hún er nú löngu landföst, og aðeins ávöl brekka upp á hana landmegin, en þverhnípt er hún að framan. Að vestan er hún gerð úr lagskiptum sandsteini, svo mjúkum, að mylja má hann milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.